Menntamál - 01.06.1955, Qupperneq 24
86
MENNTAMÁL
SIGURÐUR MAGNÚSSON:
Einkunnabækur í Óðinsskógaskóla
Margir íslenzkir kennarar minnast Kurts Zier og konu hans, frá því
að hann kenndi við Handíðaskólann og Kennaraskólann og á ýmsum
námskeiðum með íslenzkum kennurum. Nú veitir hann forstöðu þýz.k-
um skóla, Odenwaldscliule, í grennd við Heidelberg. Skóli þessi var
stofnaður 1910, og hefur búið við þrengingar og gengi, eftir því sem
hjól sögunnar hefur snúizt, en stendur nú með miklum blóma. Skipu-
lag skólans er mjög merkilegt. Þar eru nemendur á öllum barna- ungl-
inga- og menntaskólaaldri, enda tekur skólinn yfir öll þessi stig, með
deildaskiptingu. Þar er og merkileg skipun á félagslífi, svo að kalla
má, að nemendur lifi þar fjölskyldulífi. Andi starfsskólans virðist auð-
kenna allt starf þessarar stofnunar. Sigurður Magnússon heimsótti skól-
ann í vetur, og hefur hann skrifað um hann einhverja gleggstu lýs-
ingu, sem ég hef lesið um erlendan skóla á okkar tungu. Girnilegt liefði
verið fyrir Menntamál að birta grein Sigurðar, en hún er svo löng,
að kennarastéttin íslenzka má segja: Geri það aðrir, ekki má vesaling-
ur minn. Þegar þessar línur fara í prentun, er vitað, að dagblaðið Vísir
mun birta grein Sigurðar með nokkrum myndum. Er öllum kennurum,
sem áhuga liafa á markverðum nýjungum í skólamálum frændþjóða,
bent á að lesa grein Sigurðar í Vísi. Ég hef fengið leyfi til að birta
kafla úr greininni, og hef ég valið þátt um einkunnabækur, en skóli
þessi virðist svo lieilvaxin stofnun, að jafnvel einkunnabækur verða
mönnum ekki fullskiljanlegar, nema þeir viti deili á stofnuninni,
starfsháttum hennar og anda í heild. Lesið því grein Sigurðar. Þá
kynni einhverjum að þykja gaman að vita, að fyrirrennari Kurts Zier i
skólastjórasæti í Odenwald, dr. Minna Specht, reið frá Reykjavík til
Akureyrar fyrir um það bil 30 árum.
Ritstj.
Við g’efum einkunnir okkar oftast í tölum, og hversu sam-
vizkusamlega, sem að er farið, eru þær fremur óljós tákn.
Þeir gefa árseinkunnir sínar hér í orðum, sem tákna töl-
urnar frá 1—5. Orðin, lesin neðan frá, hef ég þýtt þannig:
ófullnægjandi (5), nægilegt (4), sæmilegt (3), gott (2),