Menntamál - 01.06.1955, Page 33
MENNTAMAL
95
um textablaðsins. Vélritað er án bands. Framan af er
lesmálið létt, 3—4 orð í línu, sem endar í punkti. Vanda
þarf þessa vélritun, því að letrið þarf að vera skýrt. Þeg-
ar linur eru svona stuttar, er hægt að rita til hliðar á blað-
ið erfiðustu orð textans, og er það mikill fengur við lestr-
aræfinguna. Frumblaðið er mjög þunnt, og er það lagt
milli glerplatna og þær límdar með límrenning. En þá er
fengin sýniplata fyrir lestur.
Kennsla: Fyrst eru erfiðustu orð textans æfð. Plötu
með rauf á er brugðið yfir myndopið, svo að ekki sést
nema eitt orð í einu. Hvert orð er lesið rækilega og lært,
og farið hægt að öllu. Þannig er haldið áfram, þangað til
börnin hafa lært orðin. Þá er stillt á hraðsjána, fyrst á
1/5 úr sek., þá 1/10 og loks 1/25. Og nú er farið að sýna
setningar lesmálsins, og þá notuð „setningaplatan“, til að
afmarka myndopið. Setningar eru æfðar með sama hætti