Menntamál - 01.06.1955, Side 41
MENNTAMÁL
103
Sjáanlega er henni ætlað, að verulegu leyti, að undir-
byggja eigiS starf, samningu. Myndirnar lífga bókina mik-
ið, og eru allar í nánu samhengi við verkefnin. En kost-
ur hefði það verið mikill, ef fáeinir kaflar hennar hefðu
verið með skrifletri.
Ég ætla annars ekki að fara að ritdæma þessa bók, en
mér fannst ekki rétt að láta hennar ógetið, þegar um
námsbækur í móðurmálinu var fjallað. Hún er áreiðanlega
spor í rétta átt, starfrænu áttina, og vafalaust fengur fyrir
yngri deildirnar.
Ekki má ég heldur ljúka svo pistli þessum, að gengið sé
fram hjá Stafsetningarorðabók Freysteins Gunnars-
sonar, sem hefur mörgum að haldi komið og mikið verið
notuð, einkum meðal unglinga. Hún er góð sem orðalisti, en
óbreytt er hún ekki sambærileg við bók með skýringum,
því að stuttorðar skýringar eru óhjákvæmilegar í slíkri
bók. Þess vegna er það bók H. H., sem við eigum að fá,
annað hvort eins og hún er, eða lítið eitt styttri, eða þá
önnur bók með alþýðlegra sniði, og ég skora á yfirstjórn
fræðslumálanna, að verða við þeirri kröfu. Mér dylst ekki,
að slíkt hljóti að kosta dálítið, en hvar er þá metnaður
okkar og ræktarsemi við móðurmálið, ef við látum það
fyrir framkvæmd standa?