Menntamál - 01.06.1955, Page 45
MENNTAMÁL
107
HELGI TRYGGVASON:
Skuggamyndir.
Hér skal reynt að draga
fram nokkur atriði til fróð-
leiks um skuggamyndir og
skuggamyndavélar, sér-
staklega fyrir þá, sem þess-
um tækjum eru lítt kunn-
ugir. Orðið skuggamynd er
ekki nógu þjart nafn, en
annað betra hef ég ekki á
takteinum. Mikil er fram-
för síðustu ára í gerð
skuggamyndavéla. Endur-
kastsvélar endurkasta ljós-
inu af myndfletinum á
tjaldið, þær þurfa sterkan
lampa, helzt 750 wött og
þaðan af meira, (sumar
kæmust af með minna
ljós), og flestar eru vandlátar um það, að ekki trufli annað
ljós. Verður því oftast að byrgja glugga allvel. Sú endur-
kastsvél, sem ég hef séð stæltasta gagnvart utanaðkom-
andi ljósi, er bandarísk og kölluð „Vu-lite“ (frb. vjúlæt,
sbr. orðin view og light). Hún fer sinna ferða, þó að glugg-
ar séu óbyrgðir, ef ekki eru beinlínis sólstafir á gluggum.
Ekki er hún gerð fyrir gagnlýsingu.
Sumar vélar gera hvort tveggja, að endurkasta ljósi frá
myndfleti á tjaldið og einnig að gagnlýsa filmu. Sakar
þá lítt, þótt gleymist að slökkva hin venjulegu ljós í skóla-