Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 68
130
MENNTAMÁL
kvæmd hér í Reykjavík, sem er eini staðurinn utan Hafn-
arfjarðar, þar sem sérstakir skólalæknar hafa verið ráðnir.
Við erum nú sem stendur fjórir læknar alls, er gegn-
um heilbrigðiseftirliti í barnaskólum bæjarins, samhliða
venjulegum læknisstörfum. Enn fremur höfum við eftirlit
í þeim gagnfræðaskólum, sem hafa aðsetur í húsakynn-
um barnaskólanna. Starfsreglur okkar hafa haldizt að
mestu leyti óbreyttar, síðan þær voru samdar um 1930
af þáverandi borgarstjóra Jóni Þorlákssyni og læknun-
um Ólafi Helgasyni og Óskari Þórðarsyni. Orðalag þeirra
er þannig:
Starfi skólalæknisins skal vera svo háttað:
1. í byrjun livers skólaárs eða svo i'ljótt sem auðið er skal hann
skoða öll skólabörn. Hann skal vega þau og mæla í byrjun og
lok livers skólaárs.
2. Hann skal atliuga blóðleysi og lioldafar.
3. Skakkbak og önnur líkamslýti.
4. Bólgna eitla.
5. Lús og önnur óþrif.
6. Kirtlaauka í koki og nefi.
7. Kviðslit og vanskapnað.
8. Hjartasjúkdóma.
9. Lungnasjúkdóma.
10. Berklarannsókn á öllunt nýjum börnum og þeirn, sem áður hafa
reynzt neikvæð við berklapróf. Hann skal liafa bókliald um öll
berklasmituð börn og láta berklayfirlækni í té allar þær tipplýs-
ingar um þau, er skólinn getur.
11. Sjón og heyrn, og skal hann gera skólastjóra eða viðkomandi
kennara aðvart uni þau börn, sem eru sjóndöpur eða heyrnarsljó.
12. Hann skal leita þessara upplýsinga um öll þau börn, er koma í
fyrsta sinni í skóla:
a. Um lnisakynni og heimilisástæður.
b. Um berklaveiki í fjölskyldunni eða hvort barnið liafi verið
samvistum við berklaveika.
c. Um heilsufar barnsins og afstaðna sjúkdóma.
d. Um arfgenga sjúkdóma.
13. Hann skal vísa úr skóla börnum, sem lialclin eru smitandi sjúk-