Menntamál - 01.06.1955, Qupperneq 71
MENNTAMÁL
133
ástæða þykir til, eru börnin send til heimilislæknis, augn-
læknis eða háls-, nef- og eyrnalæknis.
Að minnsta kosti einu sinni á vetri er farið í kennslu-
stofurnar. Það er talað við kennarann um hitann í stof-
unni og loftræstingu, spurzt fyrir um lýsisgjafir og nesti
barnanna. Kennarinn er látinn vita, hvaða börn eigi að
hafa gleraugu, og beðinn að hafa eftirlit með því, að þau
noti gleraugun. Það er rætt um stærð borða og sæta. Því
miður þýðir ekki mikið að fara út í þá sálma, þar eð stof-
urnar eru oftast notaðar af þrem bekkjum, venjulegast á
mismunandi aldursskeiði.
Annað eða þriðja hvert ár mæti ég á kennarafundi. Ég
tala þá um þær heilbrigðisráðstafanir, sem ég óska eftir,
að gerðar séu í skólanum, og um þá aðstoð, sem ég vænti,
að kennarar láti í té í því máli. Að því loknu óska ég eftir,
að kennarar láti álit sitt í ljós og geri fyrirspurnir, ef
þeim finnst ástæða til. Ég held, að þetta sé góð regla, ekki
sízt vegna þess, að oft finnst kennurum, að skólinn sé
stofnun, þar sem aðaltilgangurinn sé sá, að nemandinn
læri ákveðið magn fræðigreina. Sumum þeirra finnst þá,
að heilsugæzlan sé eins konar aðskotadýr, og sjá eftir
þeim stutta tíma, sem framkvæmd hennar tekur óhjá-
kvæmilega frá kennslunni. Ef þessi óánægja fær að festa
rætur, spillir hún samstarfi kennara og heilsugæzlufólks-
ins. Ég held, að bezta lausnin til að afstýra slíku sé þess
konar fundir.
1 skólanum voru árið 1951—1952 1576 barnaskólabörn
og 219 gagnfræðaskólabörn. I skólanum er 21 kennslustofa.
Bekkjardeildir voru 61. Af þessu verður ljóst, að ekki
er einu sinni nóg að tvísetja í hverja kennslustofu, held-
ur verður að þrísetja í næstum allar. Þetta er afleitt, sér-
staklega vegna þess að einn bekkjanna verður að vera í
skólanum á matmálstíma eða frá kl. 11.20 til 1.40. For-
eldrar kvarta mjög yfir því, að þau börn, sem eru á þess-
um tíma, missi lystina og megrist. Sérstaklega á þetta við