Menntamál - 01.06.1955, Qupperneq 75
MENNTAMÁL
137
löndum. í Noregi, Svíþjóð og Hollandi eru börnin skoðuð
aðeins þrisvar á barnaskólaaldrinum, þ. e. a. s. 7, 9 og 12
ára gömul, en vitaskuld oftar þau börn, sem eitthvað at-
hugavert hefur fundizt hjá. 1 Danmörku og Frakklandi eru
þau skoðuð árlega. Dönsku fyrirmælin eru svipuð og hér
í Reykjavík. Þar er þó svo mælt fyrir, að aðalkennari yngri
bekkjanna skuli vera viðstaddur skólaskoðunina, að litar-
skyn sé prófað hjá 12 ára börnum og þvag sé prófað
fyrir sykri og eggjahvítu frá 7, 11 og 15 ára börnum.
Tanrilælcningar. í Kaupmannahöfn eru 80.000 skóla-
börn á aldrinum 7—15 ára. Að tannlækningum starfa þar
76 tannlæknar allan daginn og sami fjöldi aðstoðarkvenna.
Fara tannlækningar fram ýmist í sjálfum skólunum eða í
tannlækningastofnunum. Meðal tannlæknanna eru 13 sér-
fræðingar, sem framkvæma ákveðin störf, þ. e. a. s. rétt-
ingar, krónufyllingar og skurðaðgerðir. Nú starfa þar að
auki 4 tannlæknar við ungbörn á aldrinum 3—7 ára. Þetta
er í bili á tilraunastigi, en búizt er við, að innan skamms
verði það föst regla, að þessum aldursflokki verði einnig
veitt tannlæknishjálp á kostnað bæjarins. 1 Hollandi eru
þessi mál lausari í reipunum, mismunandi fyrirkomulag
í hinum ýmsu borgum og landshlutum og minni tann-
læknisstarfsemi við skólana.
Hér á landi er það aðeins í Reykjavík og í nokkrum
bæjum og kauptúnum, að hið opinbera sér skólabörnum,
og þá aðeins á barnaskólastiginu, fyrir tannlæknishjálp.
Þetta er með öllu óhæft og nauðsyn, að bætt sé úr þessu
í náinni framtíð. Jafnvel hér í Reykjavík fer því víðs
fjarri, að tannlæknisstarfsemin sé í því horfi, sem hún
ætti að vera.
í Kaupmannahöfn er einn tannlæknir fyrir hver 1050
börn, en í Reykjavík á hver tannlæknir að sjá um 1800
börn. Þar við bætist, að ekki er séð fyrir tannlæknisþjón-
ustu í gagnfræðaskólum. Ef þetta á að komast í gott lag
hér í Reykjavík, verður að auka tannlæknisþjónustuna