Menntamál - 01.06.1955, Page 79
MENNTAMÁL
141
í átthagafrœðistund: Himbriminn er fallegur fugl.
Photo: Guðm. Hannesson.
sem er áhrifamesti liður milli heimila og skóla. Ánægt barn,
sem virðir skólann og starf sitt þar, er hinn bezti kynnir
fyrir stofnunina út á við, og ekki sízt á heimili sínu. Hitt
er svo ekki síður satt, að heimilin eiga tíðum mikinn þátt í
að móta viðhorf barnsins til skóla og náms. Verður ekki
nógsamlega brýnt fyrir foreldrum og öllum aðstandend-
um barna^ hve nauðsynlegt það er, að þeir geri sér 1 j óst,
hver vandi er hér á höndum.
Skólinn er opinber stofnun. Að sjálfsögðu beinast að
honum fjölmörg augu, og um hann leika stormar hvaðan-
æva. Það er háttur fólks að láta skoðanir sínar óspart
í ljós um opinberar stofnanir, og er þá sjaldan klipið utan
úr í ályktunum og aðfinnslum. Þetta er í rauninni eðlilegt
og á margan hátt réttlætanlegt. En skólinn er viðkvæm
stofnun. Er ekkert efamál, að margt af því, sem hjalað er
og skrafað um skóla, yrði ósagt látið, e£ fólkið gerði sér
almennt grein fyrir, hve lítið þarf stundum til að slæva