Menntamál - 01.06.1955, Page 81
MENNTAMÁL
143
Hvaða jökull er petta?
Photo: Guðm. Hannesson.
að fylgja einhver leiði. Beztu börn verða stundum leið á að
borða, leið á að þvo sér, leið á ýmsum góðum og sjálfsögð-
um siðum, jafnvel leið á að leika sér. Fólk skyldi því ekki
furða sig á dálitlum námsleiða hjá börnum aðra stundina.
Mest er um vert, að þá sé skynsamlega á málunum tekið.
— Það er nú einu sinni hlutskipti manna í heimi hér að
starfa að misjafnlega skemmtilegum viðfangsefnum, oft
svo árum skiptir, og verða að láta sér það lynda. Börn hafa
því ekki nema gott af að venjast við hæfilega reglubundið
nám og skólastarf. Hitt þarf svo vonandi ekki að taka fram,
að æskilegt væri að barnið fyndi sem sjaldnast til hins svo-
kallaða námsleiða. Og að sjáli'sögðu er það árangursríkast,
áð hans verði sem minnst vart.
Það er eðlilegt, að börn og unglingar nú á tímum líti
öðrum augum á skóla og nám en fyrri kynslóðir gerðu.
Áður var skólanám eins konar forréttindi og oft mikið
keppikefli manna, sem lítinn kost áttu að njóta þess. F,f
þeir komast til einhvers náms, var afstaða þeirra svipuð