Menntamál - 01.06.1955, Page 82
144
MENNTAMÁL
Það er langt frá íslandi til Egyplalands.
Photo: Guðm. Hannesson.
viðbrögðum manna, sem fóru í ver til veiða: þeir reyndu
að ná sem mestu á sem stytztum tíma. Nú er skólinn fast-
ákveðinn þáttur í lífi barna og unglinga, venjulegur eins
og matur og drykkur, óumflýjanlegur og vanabundinn hluti
hins daglega lífs. Afstaða barnsins blýtur að mótast af
þessu.
En þótt ýmislegt sé misjafnt um skólana skrafað, er
sannleikurinn sá, að flestir foreldrar óska þess, að þeirra
eigin börn hefji nám sem yngst og stundi það sem lengst.
Er það eðlilegt, því að nútíma þjóðfélag krefst mikillar og
margháttaðrar kunnáttu af þegnum sínum. Er það og mála
sannast, að í fjölbýli eru skólar svo nauðsynlegir, að for-
eldrar stæðu uppi ráðþrota, ef þeirra missti við. Er ekki
annar kostur fyrir hendi, eins og högum er nú háttað 1 þjóð-
félaginu, en efla þá og styrkja sem bezt.
Mergurinn málsins er þessi: Börn þurfa að una sér vel í
skóla og líta á námið sem sjálfsagðan og nauðsynlegan þátt