Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Side 87

Menntamál - 01.06.1955, Side 87
MENNTAMÁL 149 nú kvikmyndatökuvél komið fyrir og miðað á gróandi jurt og teknar örfáar myndir í einu með t. d. dags milli- bili allan tímann, sem jurtin er að vaxa, og filman síðan sýnd með eðlilegum hraða, þá sést allt vaxtarskeið jurt- arinnar á nokkrum sekúndum. Hún teygir sig upp úr mold- inni, vex, blómgast og fölnar, j. Kvikmyndin getur flutt jafnt fortið sem fjarlæga staði inn í kennslustofuna. Oft veitist nemendum örðugt að lifa sig inn í atburði liðinna tíma með því að lesa um þá. En nú er hægt að setja atburði sögunnar á svið, leika þá, kvikmynda og sýna síðan unglingunum til þess að auka áhuga þeirra og glæða skilning. Nokkuð hefur verið gert að þessu erlendis. Bandaríkjamenn t. d. hafa gert sögulegar kvikmyndir af ýmsum þjóðskörungum sínum og samtíðarmönnum þeirra, eins nærri hinu rétta og unnt var að komast. Þarf ekki að efa, að miklu meira muni verða að því gert með flest- um þjóðum, er stundir líða, að gera fræðslumyndir úr þeim efnivið, er til fellur og geymist, bæði fréttamyndum og heimildamyndum, sem nú eru gerðar. Ætti það að auð- velda skólaæsku framtíðarinnar að átta sig á samtíð for- feðra sinna og meta rétt. — Þegar haldið verður 100 ára afmæli hins endurreista íslenzka lýðveldis verður eflaust sýnd í skólum landsins kvikmynd af hátíðahöldunum á Þingvöllum 1944. — Hve mikið mundi nú þykja gefandi fyrir kvikmynd, sem tekin hefði verið af stofnun Alþingis eða atburðunum á Alþingi árið 1000 ? Eins og kvikmynd getur þannig gefið sýn inn í liðinn tíma, getur hún einnig látið okkur sjá gegnum holt og hæðir og langt út í löndin. Við getum séð á myndadúkn- um, hvernig kínverski bóndinn erjar akur sinn með tré- plógi, hvernig trúaðir Indverjar lauga af sér syndir sínar í leirugu vatni Gangesfljótsins og Alaskaeskimóar heyja lífsbaráttu sína á ísum og auðnum við yzta haf. Slíkar kvikmyndir gefa mörg efni til íhugunar og umræðu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.