Menntamál


Menntamál - 01.06.1955, Page 88

Menntamál - 01.06.1955, Page 88
150 MENNTAMÁL 5. Kvikmyndavélin getur stækkað hlutina á myndinni eða smækkað, eftir því sem hentar. Gera má ósýnilegan smæðarheim sýnilegan, ef hann er kvikmyndaður gegnum smásjá. Þá sjást á myndfletinum lífverur og starfsemi þeirra, sem eru með öllu ósýnilegar berum augum. Eins er um ýmislegt, sem að vísu er sýni- legt berum augum, en verður margfalt skýrara og ein- kennin ljósari, ef tekin er af þeim nærmynd. Góð mynda- vél getur náð skýrri mynd af því, sem er aðeins 2—3 sm frá, en í slíkri nálægð greinir auga manns ekki neitt. 6. Minnisverða atburði, sem náðst hafa á kvikmynd, er hægt að sjá aftur og aftur eftir vild. Um þetta mætti nefna mörg dæmi. Heklugos er kvik- myndað, Skeiðarárhlaup, heimskunnur snillingur sýnir íþrótt sína o. s. frv. Slíkir náttúruviðburðir sem eldgos eru ekki daglegir, sem betur fer, jafnvel ekki á íslandi. Hinar ágætu kvik- myndir, sem þeir Ósvaldur Knudsen, Steinþór Sigurðsson, Árni Stefánsson o. fl. gerðu af Heklugosinu 1947, munu gefa yfirgripsmeiri og fullkomnari hugmynd um gosið en þeir hafa fengið, sem skutust snöggvast í námunda við fjallið, meðan gosið stóð yfir, og sáu ef til vill einn hraun- leðjustraum álengdar, en annars mest reyk og svælu. Borið getur við, að hægt sé að gera kvikmynd af hand- brögðum snillings, hvort heldur hann kann að vera skurð- læknir að starfi, listmálari eða stúlka að kverka síld. Myndina er svo hægt að horfa á aftur og aftur og læra af henni það, sem lært verður með því að horfa á. Og jafnvel getur verið auðveldara að læra af myndinni en manninum sjálfum. Ef slyngur kunnáttumaður tekur myndina, beitir hann ýmsum ráðum til þess að loka það úti, sem líklegt er að trufli athyglina, notar mjög nær- myndir og lætur þá aðeins sjást hendur, sem leika við verkið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.