Menntamál - 01.06.1955, Síða 91
MENNTAMÁL
153
og látið þau svara skriflega s'purningwm, um þráð og aðal-
atriði myndarinnar, þar varð árangurinn stórum betri.
En beztur varð hann, þar sem kennarinn hafði auk alls
þess, sem áður er talið sýnt myndina öðru sinni, þegar
búið var að kryfja efni hennar til mergjar eftir fyrri
sýninguna, og leggja að því loknu fyrir spurningar eða
próf úr efninu.
Niðurstöður þessara rannsókna virðast styðja það ein-
dregið, sem veruleg reynsla hafði að vísu bent til áður,
að vel gerðar kennslukvikmyndir geta verið mjög öflug
og fjölhæf tæki til fræðslu og vakningar, ef rétt er á
haldið. En rannsóknirnar hafa líka sýnt það greinilega,
að kostir þeirra njóta sín aðeins, ef þær eru notaðar skyn-
samlega og með ákveðið mark fyrir augum. En vitanlega
verða ýmis skilyrði að vera fyrir hendi til þess að skólar
geti haft kvikmyndanna not við kennslu. Er þá fyrst að
nefna það, að þeir verða að geta fengið nothæfar kennslu-
filmur eftir þörfum og þegar þeir þurfa á þeim að halda.
1 öðru lagi verða skólarnir að vera búnir út til þess að
unnt sé að nota kvikmyndir sem auðveldlegast. Og loks
þarf að gera ráð fyrir því við samningu stundaskrár, að
þær verði notaðar reglulega.
En þessi þrjú atriði eru ærið efni í hugleiðingar, sem
ekki er tóm til að gera skil að þessu sinni.
Guðjón Guðjónsson.
Heimildir: Dale: Audio-Visual Metliods in Teaching og Wittich
and Schuller: Audio-Visual Materials.