Menntamál - 01.06.1955, Side 95
MENNTAMÁL
157
stiga og kennarafélaga til viðræðufundar hinn 8. og 9.
nóv. Þar lagði hann fram tillögur sínar, sem að nokkru
eru meðalvegur hinna tveggja sjónarmiða, sem áður er
minnzt á, en þó sjálfstæð lausn vandamálanna. Þær eru í
stuttu máli þessar: 5 ára barnaskóli, 3 ára aðalskóli í
nokkrum deildum, 2 ára gagnfræðaskóli og 4 ára mennta-
skóli. Aðalskólanum yrði t. d. skipt í iðn- (verknáms-)
deild, verzlunardeild, hússtjórnardeild og bóknámsdeild.
Nýmæli er:
1) Reynt er að leysa vandamál hins próflausa miðskóla,
þar sem ætlazt er til, að deildir aðalskólans séu hliðstæðar.
2) Reynt er að fá samband milli hinna verklegu deilda
aðalskólans annars vegar og iðn- og verknáms unglinganna
hins vegar, með því, að nám í iðnskólum og öðrum sam-
bærilegum skólum verði beint framhald aðalskólans á sama
hátt og nám gagnfræða- og menntaskóla hefur tekið við af
miðskólanáminu.
Fundinum lauk með því, að skipuð var 8 manna nefnd,
sem fjalla átti um tillögurnar og leggja fram álit sitt í
janúarlok s. 1. Ef vel sækist, mun frumvarp til laga um
breytingar á skólalöggjöfunni verða lagt fyrir þingið á
þessu ári.
Á árinu afgreiddi þingið nokkur ný lög, sem snerta skóla-
og uppeldismál, t. d. lög um stofnun uppeldisfræðilegrar
rannsóknarstofnunar, ný kennaraskólalög og lög um ungl-
ingakennslu í unglingaskólum, kvöldskólum, bréfaskólum,
tómstundaheimilum o. fl., eftir að skólaskyldu lýkur. Þar
er m. a. ákveðið, að unglingar 14—18 ára hafi rétt á að fá
frí frá vinnu einn dag í viku eftir hádegi til að stunda slíkt
nám, án þess að það sé dregið frá kaupi. Einnig gengu í
gildi á árinu lög um ókeypis kennslu og skólavörur í ýms-
um almennum framhaldsskólum eftir skólaskyldualdur.
Með skólavörum er átt við kennslubækur, stílabækur, kort
og orðabækur og efni til handavinnu, matreiðslu og fönd-
urnáms.