Menntamál - 01.06.1955, Page 104
166
MENNTAMÁL
þeim, sem ekki þekkja þessa aðferð, nokkra hugmynd
um hana.
1. Eðlisþyngd. Lóð er vegið í lofti. Síðan er það látið
snerta yfirborð vatns í skál og lóðin tekin af gagnstæðu
vogarskálinni, þannig að lóðið sökkvi dýpra, og loks at-
hugað, hvort þyngd þess breytist einnig, ef lóðið er mis-
munandi langt undir yfirborði vatnsins. Þá er lóðinu sökkt
í mæliglas og athugað, hve hátt vatnið stígur í glasinu.
Allar tölur eru skrifaðar á töfluna, og börnin skrifa þær auk
þess hjá sér. Út frá þessum og fleiri athugunum eiga svo
nemendur sjálfir að geta fundið rúmmál lóðsins, hvernig
finna má rúmmál af uppdrifi í vatni, og þegar búið er
að skýra hugtakið eðlisþyngd, þá geta þau einnig sjálf
fundið eðlisþyngd ýmissa fastra hluta og vökva af líkum
tilraunum. Aðalatriðið er, að nem. framkvæmi sjálfir þess-
ar tilraunir.
2. Atvinnuvegir í Belgíu. Hnattstaðan, meðalhiti í jan.
og júní, þéttbýli, málmnám og nýlendur er athugað á
kortinu, ef nem. eru ekki búnir að læra þessi atriði áður.
Að því loknu eiga börnin sjálf að geta ályktað í stórum
dráttum um korntegundir, sem hægt er að rækta, og aldin-
rækt, einnig eiga þau að geta reiknað út, að nautgriparækt
sé á merskilandi, þá geta þau einnig sagt nokkuð um iðnað-
armöguleika, samgöngur og verzlun. Þær niðurstöður, sem
kennarinn vill leggja megináherzlu á, eru skrifaðar á töfl-
una og gengið ríkt eftir, að þær séu lærðar heima. Lítil
hætta er á, að það gleymist, sem áður er lært, vegna þess,
að það er alltaf verið að nota það, til þess að skilja það,
sem við er bætt.
3. Sóley. Nemendur fá lifandi plöntur að athuga. Þeir
skrifa í vinnubækur sínar öll helztu atriði, sem kennarinn
vekur athygli á, en svörin finna þeir sjálfir. Þá er gerður
samanburður á plöntum, sem áður hefur verið lært um og
nemendur sjálfir látnir flokka blómin eftir athugunum
sínum, að sjálfsögðu eftir leiðbeiningum kennarans.