Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 111
MENNTAMÁL
173
Búsmali Skarphéðins á Merkigili.
Photo: H. H. Masclimann.
efni í flestum greinum vísinda, og ennfremur eru menn ekki miklu
nær, þó að frá því sé sagt, að Pétur eða Páll ætti að leysa hundrað
ónafngreind viðfangsefni. En nokkur fróðleikur er samt í því að sjá,
að meginþorri rannsóknarefna þeirra, sem uppeldislegri rannsóknar-
stofu í Danmörku er ætlað að kanna, varðar hversdagslegt uppeldis-
og skólastarf með venjufegum heilbrigðum börnum. Hér skulu tekin
örfá dæmi af handahófi: Kennsluskrár og gildi peirra. Hlutjallslegt
gildi rnismunandi kennsluaðferða fyrir a) kunnáttu, b) dugnað barna
utan skóla, c) skapgerðarþroska barna. Skipting barna i deildir, skipu-
leg rannsókn á kennslubókum, rækileg rannsókn á öllum afbrigðum
sérkennslu, munur á námi barna og fullorðinna, hœfnispróf til að velja
nemendur i ýmsa skóla, forsagnargildi einkunna. í fám orðum sagt:
Svo virðist sem Dönum þyki ástæða til þess að endurskoða rækilega
flesta hversdagslegustu þættina í skólastarfi sínu. Til þess bendir
einnig tilraunastarf það, sem nú er unnið í kennaraskólunum dönsku,
en svipuð hreyfing er raunar uppi um öll Norðurlönd, og hefur áð-
ur verið sagt frá tillögum annarrar deildar Norrænu menningarnefnd-
arinnar.