Menntamál - 01.06.1955, Blaðsíða 114
176
MENNTAMÁL
Hjálpartæki við byrjunarkennslu í lestri.
Fyrir nokkrum árum lét Barnaskóli Akureyrar gera
nýtt tæki til notkunar við byrjunarkennslu í lestri. Var
það gert eftir fyrirsögn Jóns J. Þorsteinssonar kennara,
sem kennt hefur byrjendum lestur um áratuga skeið.
Tækið er, svo sem myndin sýnir, 150 cm há grind með
tveimur færanlegum ásum. Á neðri ásnum er komið fyrir
40 cm langri pappírsrúllu, en efri ásinn vindur svo papp-
írinn upp á sig, eftir því sem með þarf til að færa lesmálið
til. Á milli ásannna, bak við pappírinn, er slétt plata, sem
má vera annaðhvort úr þykkum krossviði, sem ekki verp-
ist, valborði eða ,,masonit“.
Þessu tæki þarf svo að fylgja letur, bæði stóru stafirnir
og litlu stafirnir, svo og tölustafir, reikningsmerki og grein-
armerki. Hæfileg hæð á stórum stöfum er 6 cm, en liltu
stafirnir og tölustafnirnir mega vera litlu minni. Stafir
þessir eru síðan límdir á tréklossa, 3,5 cm þykka. Nauð-
synlegt er að hafa þessa stafi í hæfilega stórum kössum,
þannig að þykkt stafanna og dýpt kassans sé hin sama.
Gott er að hafa litla stafrofið sér í kassa, en það stóra,
svo og tölustafi o. fl. í öðrum. Að auki þarf svo stimpil-
púða og stimpilblek.
Þetta tæki hefur marga kosti og hefur reynzt okkur vel.
Kennarinn getur undirbúið lestrarefnið fyrir fram og allt-
af komið með eitthvað nýtt á hverjum degi. Það geym-
ist svo þarna og má endurtaka það eftir vild og bæta
alltaf nýju og nýju við.
Ef eitthvað skortir á þessar upplýsingar, er auðvelt að
fá frekari leiðbeiningar hjá okkur.
Kristján S. Sigurðsson, trésmíðameistari á Akureyri,
hefur gert tvö slík tæki fyrir okkur, og einnig mun hann
hafa gert eitt fyrir Barnaskóla Húsavíkur.
H. J. M.