Menntamál - 01.06.1955, Page 116
178
MENNTAMÁL
eral Electric um kjarneðlisfræði. Ennfremur hafa stjórn-
málaflokkar notað myndasögurnar í áróðri. Birt hefur ver-
ið saga um Indíánahöfðingja, sem er næsta líkur McCarthy
ásýndum og talar mál hans, og fleiri dæmi eru talin. Enn-
fremur bendir höfundur á, að framhaldssögur í myndum
séu mjög vinsælar. Af dæmum, sem hann nefnir, þekkja
íslendingar Skálkinn frá Búkkara og Ugluspegil, að Tarzan
ógleymdum. Kaupsýslumenn, útgefendur og áróðursmenn
hafa sannreynt, að myndasögurnar eru vinsælt efni. Tel-
ur Mogensen einsætt, að vel muni gefast að notfæra sér
það í skólum. Þess vegna ætti að taka saman efni í náms-
bækur, þar sem tækni myndasagnanna væri hagnýtt, og
hann telur skynsamlegt, að norrænu þjóðirnar hefðu sam-
vinnu um slíka útgáfu. Það er vandalítið að prenta allar
myndir í einu, en síðan getur hver þjóð gengið frá text-
um við hæfi barnanna.
Eflaust er hugmynd Mogensens athyglisverð, en þar sem
slík samvinna er á byrjunarstigi eða varla það, þykir
mér rétt að geta hér um aðra skylda hugmynd, og tel ég
hana raunar mikilvægari. Hún er í stuttu máli á þessa leið:
Norðurlöndin eiga að taka höndum saman um útgáfu á
kennslubókum og kennslutækjum, að svo miklu leyti sem
hagur getur talizt að því. Þetta á einkum við útgáfu á
myndum ýmiss konar. Alfræðibækur, bækur um tæknileg
efni, náttúrufræði, eðlis- og efnafræði, landafræði, saga að
nokkru leyti, ekki sízt menningarsaga, og fjölmargar
greinir aðrar eru aðeins hálfskiljanlegar án margra og
góðra mynda. Með sívaxandi kröfum um aukið sjálfsnám
og athöfn í námi við handleiðslu kennara verður æ brýnni
þörf á slíkum hjálpargögnum. Mér er ekki kunnugt um, að
til séu jafngóðar, myndskreyttar handbækur handa ungl-
ingum á Norðurlöndum og meðal Engilsaxa. Ástæðan
hygg ég sé fyrst og fremst sú, að upplög slíkra rita þurfa
að vera mjög stór. Stórt gæti upplagið verið, ef það væri
ætlað unglingum um öll Norðurlönd. Mætti hafa á þessu