Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Qupperneq 17

Menntamál - 01.12.1955, Qupperneq 17
MENNTAMÁL 199 að gera nokkra grein fyrir viðfangsefninu. Börnunum er skýrt frá því, að leikur og starf sé skemmtilegast, ef maður er með félögum sínum. „En það er ekki víst, að þið viljið hafa sömu félaga við landafræðinám og þið viljið leika ykkur við í frímínútum eða sitja hjá í borðsalnum. I dag eigið þið að segja frá því, með hvaða félaga þið kjósið helzt að vinna í landafræði. Fyrst skrifið þið nafnið á þeim, sem þið viljið helzt vinna með, síðan þeim, sem þið viljið næst helzt vinna með og þar á eftir þeim þriðja, sem þið viljið vinna með. Þið megið einungis velja félaga úr bekkn- um, og þið megið eins velja þá, sem eru fjarverandi í dag. Enginn af félögum ykkar fær að sjá það, sem þið skrifið. Þið eigið að skrifa bæði nafn og föðurnafn. Síðan eigið þið að skrifa með sama hætti nöfn þeirra þriggja félaga, sem þið viljið helzt leika ykkur við í frímínútum. Ef þið eruð í vafa um, hvernig á að stafsetja eitthvert nafn, þá skrifið þið það eftir framburði." í yngri deildum getur komið sér vel að skrifa nöfn allra nemendanna á töfluna, bæði vegna stafsetningar og eins til þess að enginn gleymist. Ef einhver nemandi er fjarverandi um stundarsakir, get- ur hann lokið þessu verkefni, þegar hann kemur aftur í skólann. Þess var áður getið, að tilgangurinn þyrfti að vera skyn- samlegur og eftirsóknarverður á einhvern hátt. Nemendur verða að skilja, að markmiðið er að auka afköst þeirra og gleði af náminu. Að öðrum kosti verður kjörið óáreiðanlegt. Einnig er æskilegt að gera nokkra grein fyrir því, hvernig á að hagnýta niðurstöðurnar og hvernig eigi að gera æski- legar breytingar, stundum einnig, hve lengi einhver til- tekinn flokkur á að vinna. Að sjálfsögðu verður kennarinn að hafa áhuga á þessu, ef börnin eiga að fá áhuga á því. Þó verður hann að hafa allt hóf á hrifningu sinni, því að mikilvægt er, að próf þetta sé framkvæmt blátt áfram og án nokkurs umstangs. Þá skiptir og miklu máli, að niðurstöðurnar hafi einhver
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.