Menntamál - 01.12.1955, Side 37
MENNTAMÁL
219
kunnagjöf þeirra samkvæmt hinu gamla prófkerfi hefur
verið allt að 70%. Tilfæri ég hér nokkur dæmi úr banda-
rískum niðurstöðum:
Enskupróf í gagnfræðaskóla einum var athent 142 ensku-
kennurum, sem síðan áttu að dæma það. Munurinn á hæstu
og lægstu einkunninni var 40%. Við bókmenntasögupróf
í háskóla gáfu 34 kennarar fyrir sömu úrlausnir, og mis-
munurinn var einnig 40%. í tveim neðstu bekkjum gagn-
fræðaskóla gáfu 42 kennarar fyrir náttúrufræði, og mun-
urinn var 60%. 115 landafræðikennarar gáfu fyrir sama
prófið í landafræði; mismunurinn var 70%. — Þannig
mætti lengi rekja ýmsar athuganir. Það hefur einnig kom-
ið í ljós við hliðstæðar rannsóknir, að einkunnagjöf sömu
kennara fyrir sömu úrlausnir ber hvergi nærri saman
eftir nokkurra vikna bil. Það sem bjargar okkur íslend-
ingum í þessum efnum er eingöngu fólksfæðin, þ. e. hversu
tiltölulega auðvelt það er að gjörþekkja einstaka nem-
endur og skipa þeim á réttan bás í einkunnagjöfunni „mið-
að við hina.“ En „miðað við hina“ þarf að sjálfsögðu ekki
að fela í sér tölulega rétta einkunnagjöf, heldur aðeins
meira samræmi í útkomunni, hvort sem hún er 50% of
há eða of lág.
Ósamræmi þetta stafar af því, hversu ófullkomnar
prófaðferðir eru notaðar. Höfuðgallinn er greinilega sá,
að of mikið er af matsatriðum í prófunum, en of lítið gert
að því að semja verkefnin þannig, að aðeins eitt afmark-
að svar sé fullnægjandi við hverri spurningu. Hér kemur
einnig til athugunar einkunnastiginn, sem notaður er við
hin einstöku próf, en hann er æði misjafn eftir náms-
greinum og einstaklingum, sem nota hann. Af því leiðir,
að erfitt er að ákveða þyngd prófanna og ómögulegt að
bera þau saman í þeim tilgangi að segja til um náms-
getu einstakra nemenda eða nemendahópa. Nú tíðkast
víðast hvar að setja ákveðna lágmarkseinkunn í sumum
greinum, t. d. einkunnina 5.00. Það nægir að vísu til þess,