Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
229
JÖHANNES BJÖRNSSON dr. med.:
Heilsugæzla í skólum.
Síðari hluti.
Matargjafir í skólum. Það er mjög misjafnt, hvernig
það mál er leyst í ýmsum löndum og einstökum bæjarfé-
lögum sama lands. í Kaupmannahöfn eru geysimiklar
matargjafir handa öllum skólabörnum. Maturinn er til-
reiddur á einum stað og fluttur þaðan til skólanna. Börn-
in fá brauð með smjörlíki og ýmiss konar áleggi eftir vild,
einn mjólkurpela, nokkuð af ávöxtum, og hæfilegan dag-
skammt af a, c og d fjörefnum.
í Gentofte, sem er sambyggð Kaupmannahöfn, en sér-
stakt bæjarfélag, eru engar matargjafir. I Hollandi eru
engar matargjafir í skólum.
í Englandi er heitur matur framreiddur í öllum skólum
og þeir foreldrar látnir borga, sem það geta. í Noregi og
Svíþjóð eru matargjafir.
Hér í Reykjavík er einungis gefið lýsi í skólum. Aftur
á móti hafa langflest börn með sér mat í skólann, og virð-
ist það ekki fara eftir efnahag foreldranna, hver hefur
með sér mat og hver ekki.
Hér hefur á undanförnum árum verið allmikið rætt
og ritað um nauðsyn matargjafa og þá aðallega mjólkur-
gjafa handa skólabörnum. Bæjarstjórnin hefur þrívegis
óskað álits okkar skólalæknanna á þessu máli. Svar okk-
ar hefur verið á þá leið, að við gætum ekki af holdafari
eða heilsufari barnanna úrskurðað, að almennra matar-
gjafa væri þörf. Aftur á móti væri það ekki á okkar færi
að dæma um, hversu mikil brögð væru að því í bænum,
að illa stæðir heimilisfeður ættu erfitt með að kaupa mat
handa fjölskyldu sinni. Sömuleiðis höfum við tekið fram,