Menntamál - 01.12.1955, Síða 63
MENNTAMÁL
245
matseljum eða beitingamönnum. Slíkt er alger tímaspjöll
fyrir allan þorra nemendanna, og til lítils gagns fyrir
þá fáu, sem seinna nema þessi störf. Nei, verknámið á að
temja börnunum fræðilega athygli, íhygli og varkárni,
sem auðvelda hvert verk og forða frá mistökum, og vand-
virkni, sem elur frjóa sköpunargleði. Hver sem hefur á
barnsaldri tamið sér slíkar starfsvenjur, verður dugandi
verkamaður, hvað sem hann stundar, og sízt mega þeir,
sem síðar helga sig bóklegum fræðum, fara á mis við þá
kennslu. Verknám, sem ég vil heldur kalla handavinnu
að gömlum sið, hvort sem verkefnið er matreiðsla, smíð-
ar, garðyrkja eða eitthvað annað, ætti því að skipa virðu-
legan sess í öllum alþýðuskólum, en til kennara í þeirri
grein þarf að gera allt aðrar kröfur og meiri en tíðkazt
hefur.
Öllum námsgreinum alþýðuskóla má skipta í tvo
flokka: höfuðgreinar og aukagreinar.
Höfuðgreinarnar eru: móðurmálið og reikningur.
Lestur og skrift eru óaðskiljanlegir þættir móðurmáls-
ins og skrift og teikning reikningsins.
Þessar greinar eru höfuðgreinar vegna þess að án
góðrar kunnáttu í þeim verður engin önnur námsgrein
numin að gagni, en hver sem er leikinn í lestri, skrift og
teikningu og vel að sér í móðurmáli sínu og reikningi, á
mjög hægt með nám hverrar annarrar greinar, bók-
legrar og verklegrar, jafnvel án kennara, ef bókakostur
er nægur.
Allar aðrar námsgreinar eru aukagreinar, vegna þess
að þær eru ekki frumskilyrði almenns náms, hversu rnikil-
vægar sem þær þó kunna að vera. Þær eiga því engan veg-
inn jafnan rétt á tíma og kröftum skólans og höfuðgrein-
arnar. Eðlisfræði (efnafræði meðtalin) hefur þó nokkra
sérstöðu, og ætti nú, um nokkurra áratuga skeið, að njóta
meiri tíma en aðrar aukagreinar. Fyrst vegna þess að af-
koma allra höfuð atvinnuvega okkar er mjög háð kunn-