Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Page 64

Menntamál - 01.12.1955, Page 64
246 MENNTAMÁL áttu fólksins í þeirri grein. f öðru lagi vegna þess að hún hefur verið vanrækt mjög, fram að þessu, svo að varla mun almenningur jafn fáfróður á nokkru öðru sviði skóla- fræða. Því þarf að kippa í lag. Og loks vegna þess að varla getur heitið, að rit séu til á íslenzku um eðlisfræði eða efnafræði, svo að þeir sem ekki stunda framhalds- skólanám eiga mjög erfitt með að auka þekkingu sína á þessu mkilsverða sviði, eftir að námi í skylduskólanum sleppir. Handavinnan, sem einnig hefur verið vanrækt, er, meðal aukagreinanna, bezta hjálpargrein eðlisfræð- innar, enda henni mjög háð. Handavinnan er kennd í verki, eðlisfræðin (efnafræðin) í verki og tilraunum. Allar aukagreinar eru kenndar með viðræðum og frásögn og lestri góðra bóka, ef til eru. Myndir, kyrrar og kvikar, kort, línurit og önnur slík hjálpartæki ber að nota svo sem kostur er. Vinnubókar- gerð er góð, ef af áhuga er unnið. Lexíunám heima ætti að minnka mjög, frá því sem almennt hefur tíðkazt, og minni tíma ætti að eyða til kennslu dýrafræði, grasa- fræði, landafræði og sögu en gert hefur verið. Hins vegar ætti að ætla þessum greinum margfalt meira rúm í lesbókum barnanna, einkum sögu íslands og annarra landa, og gæta þar sannsögli, sem að öllu leyti er betri en ýkjur. Próf ætti helzt að fella alveg niður, í öllum aukagrein- um, en sé þeim haldið, ættu þau að vera munnleg og verk- leg. Skriflegu prófin, sem tíðkuð hafa verið, nú meira en þrjá tugi ára, eru versta mein barnafræðslunnar, og eiga því engan lífsrétt. Það vil ég rökstyðja í annarri grein. Höfuðgreinarnar eiga að vera prófgreinar. I þeim greinum eiga prófin að vera ýtarleg og ströng, og fylgja að fullu kröfum námsskrárinnar, en til þess verða þau bæði að vera munnleg og skrifleg (verkleg). Vegna fámennis erum við bóksnauðir, svo sem fyrr er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.