Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 64
246
MENNTAMÁL
áttu fólksins í þeirri grein. f öðru lagi vegna þess að hún
hefur verið vanrækt mjög, fram að þessu, svo að varla
mun almenningur jafn fáfróður á nokkru öðru sviði skóla-
fræða. Því þarf að kippa í lag. Og loks vegna þess að
varla getur heitið, að rit séu til á íslenzku um eðlisfræði
eða efnafræði, svo að þeir sem ekki stunda framhalds-
skólanám eiga mjög erfitt með að auka þekkingu sína á
þessu mkilsverða sviði, eftir að námi í skylduskólanum
sleppir. Handavinnan, sem einnig hefur verið vanrækt,
er, meðal aukagreinanna, bezta hjálpargrein eðlisfræð-
innar, enda henni mjög háð.
Handavinnan er kennd í verki, eðlisfræðin (efnafræðin)
í verki og tilraunum. Allar aukagreinar eru kenndar með
viðræðum og frásögn og lestri góðra bóka, ef til eru.
Myndir, kyrrar og kvikar, kort, línurit og önnur slík
hjálpartæki ber að nota svo sem kostur er. Vinnubókar-
gerð er góð, ef af áhuga er unnið. Lexíunám heima ætti
að minnka mjög, frá því sem almennt hefur tíðkazt,
og minni tíma ætti að eyða til kennslu dýrafræði, grasa-
fræði, landafræði og sögu en gert hefur verið. Hins
vegar ætti að ætla þessum greinum margfalt meira rúm í
lesbókum barnanna, einkum sögu íslands og annarra
landa, og gæta þar sannsögli, sem að öllu leyti er betri
en ýkjur.
Próf ætti helzt að fella alveg niður, í öllum aukagrein-
um, en sé þeim haldið, ættu þau að vera munnleg og verk-
leg. Skriflegu prófin, sem tíðkuð hafa verið, nú meira
en þrjá tugi ára, eru versta mein barnafræðslunnar, og
eiga því engan lífsrétt. Það vil ég rökstyðja í annarri
grein.
Höfuðgreinarnar eiga að vera prófgreinar. I þeim
greinum eiga prófin að vera ýtarleg og ströng, og fylgja
að fullu kröfum námsskrárinnar, en til þess verða þau
bæði að vera munnleg og skrifleg (verkleg).
Vegna fámennis erum við bóksnauðir, svo sem fyrr er