Menntamál


Menntamál - 01.12.1955, Side 74

Menntamál - 01.12.1955, Side 74
256 MENNTAMÁL og ynni að því að samin yrði yfirlitsskýrsla um skólamál og umbætur á þeim á Norðurlöndum. Sérfræðinganefndin taldi engan vafa leika á því, að mjög hagkvæmt væri, að gögn þau, sem fulltrúar hinna einstöku landa gætu aflað, kæmu saman á einn stað. Slíkt myndi veita gott yfirlit um hin raunverulegu vandamál og viðfangsefni skóla- manna á Norðurlöndum og myndi eflaust koma að góðu gagni við frekari þróun og meðferð skólamála í hverju einstöku landi. Var óskað eftir því, að norræna menning- arnefndin legði lið við að safna gögnum um vandamálin, og er þá gert ráð fyrir því, að slíkt gerist í nánu samstarfi við hinar uppeldislegu rannsóknarstofnanir, sem til eru í hverju landi. Þess er vænzt, að í yfirliti þessu komi fram greinargerð um 1) tegundir skóla, 2) viðfangsefni skól- anna og 3) uppeldisleg vandamál og tilraunir eða áætlanir um tilraunir í uppeldislegum tilgangi. Tillögum þessum fylgdi allnákvæm kostnaðaráætlun um samningu og útgáfu slíkrar yfirlitsskýrslu. LÖGGJÖF VÁRÐANDI SKÓLA- OG UPPELDISMÁL Á SÍÐASTA ALÞINGI. 1. LÖG UM SKÓLAKOSTNAÐ 6. mai 1955. Fyrir atbeina menntamálaráðherra var samið frumvarp til laga um greiðslu koslnaðar við slióla, sem reknir eru sameiginlega af riki og sveitarfélögum. Frumvarpið var samþykkt á alþingi 6. maí 1955. Helztu breytingar, sem gerðar eru með lögum þessum á fræðslulög- unum 1946, stuðla einkum að því að létta undir með sveitarfélög- unum og tryggja örar fjárveitingar til framkvæmda, eftir að bygg- ingar eru á annað borð hafnar, og koma fastari skipun á reiknings- Iiald og eftirlit með fjármálum og eignum skóla. Helztu breytingar eru:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.