Menntamál - 01.12.1955, Síða 87
MENNTAMÁL
269
samkennilegt með ísl. kennurum og öðrum íslendingum, að enginn
þeirra vill vera íhaldsmaður. Þar að auki haía þeir sótt mjög utan
til að kynna sér nýjungar í skólamálum, og gætir þeirra kynna í mörgu.
ísl. kennara hefur síður brostið vilja til að bregða á nýmæli í starfi
en raunhæfar aðstæður til þess og ljós markmið.
Nýjar menntabrautir eru brautryðjandaverk, þetta er fyrsta sam-
fellda kennslufræðin, sem íslendingur semur og birtir (Að vísu er of
snemmt að kalla hana samfellda, en ég vænti, að það verði ekki of-
mæli, þegar síðara bindið er komið til viðbótar). Dr. Matthías liefur
að ýmsu leyti kynnzt skólamálum okkar rækilegar og frá öðrum sjónar-
hól en aðrir, bæði sakir sérmenntunar og þekkingar á skólamálum
annarra þjóða og náinna kynna af íslenzkum skólum, kennurum og
nemendum, í sambandi við hinar umfangsmiklu greindarrannsóknir,
svo sem alkunnugt er, svo og vegna fjölþættra samskipta annarra við
kennara m. a. leiðbeininga um meðferð barna, er illa nýttist skóla-
vistin. Nýjar menntabrautir eru ávöxtur þessara kynna. Gagnrýni
höfundar er skýr, markmið hans ljós og stíll glæsilegur, þetta er bók
um vandamál líðandi dags og hlutskipti og markmið vaxandi æsku.
Kennarar gjalda liöfundi og útgefanda verðskuldað þakklæti bezt
með því að lesa bókina, en þeir rækja skyldu sina við nemendur með
því að láta hana frjóvga daglegt starf þeirra.
Br. J.