Menntamál - 01.12.1955, Blaðsíða 94
276
MENNTAMÁL
Um launamál kennara.
„ASalfundur Kennarafélags Vestfjarða, haldinn á ísafirði 12. og 13.
okt. 1955, skorar á hið háa alþingi að bæta verulega laun kennara með
nýjum launalögum, svo að tryggt verði, að hæfir menn fáist til
kennslustarfa í landinu.
En svo virðist nú að mikill þorri kennara yfirgefi, kennslu og leiti
annarra starfa jafnframt því, að Kennaraskólinn hefur ekki verið
fullskipaður á síðari árum. Þetta alvarlega ástand mun fara versnandi
með hverju árinu sem líður, séu laun kennarastéttarinnar ekki stór-
lega bætt.“
Formaður Kennarafélags Vestljarða var kosinn J. H. Guðmundsson,
kennari á ísafirði, ritari Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri í Bol-
ungavík, og gjaldkeri Kristján Jónsson, skólastjóri í Hnífsdal.
KEHNARAFUNDUR Á VARMALANDI.
Hinn 8. og 9. okt. s.l. var haldinn á Varmalandi í Borgarfirði fund-
ur starfandi barnakennara á Mið-Vesturlandi. Til fundarins var boð-
að að tilhlutan Þórleifs Bjarnasonar ,námsstjóra.
Fundinn sóttu 37 kennarar, og var tilgangur fundarins sá, að þeir
ræddu þar ýmis áhugamál sín varðandi kennslustarfið og lilýddu á
erindi um uppeldis- og skólamál.
Erindi á fundinum fluttu þeir Aðalsteinn Eiríksson námsstjóri,
Ásgeir Pétursson fulltrúi, Ólafur Gunnarsson sálfræðingur, Guðmundur
I. Guðjónsson kennari og Þórleifur Bjarnason, námsstjóri.
Á fundinum var samþykkt að stofna kennarafélag fyrir Mið-Vestur-
land, og var ákveðið, að næsti fundur yrði haldinn á Akranesi. í
stjórn félagsins voru kosnir: Njáll Guðmundsson skólastjóri, Hálfdán
Sveinsson kennari og Guðmundur Björnsson kennari.
Vinnudagur kennara.
í Menntamálum, apríl—júní-hefti þ. á., er áskorun til kennara
að segja frá lengd vinnudags síns. Hér er svar mitt.
Ég starfa við lieimavistarskóla í sveit. í skólanum eru um 50 börn,
sem skiptast í 3 deildir, og eru tveir árgangar saman í deild. Yngstu
börnin eru í skólanum eina viku í september og þrjár í maí. Tvær
eldri deildirnar skiptast á unt að vera í skólanum sinn liálfa niánuð-
inn hvor frá októberbyrjun til aprílloka.