Menntamál - 01.12.1955, Page 113
MENNTAMAL
291
eða mótun fegurðarsmekks. Menntamálaráðuneyti Austurríkis liefur
ákveðið að efna til sanis konar verðlauna, og munu þau veitt í fyrsta
skipti árið 1955.
Kanadu.
Farand-tannleeknar. — Tannlækningastofa, sem fer um á báti, bíl
eða skíðavagni, starfar á vesturströnd Nýfundnalands og sinnir skóla-
börnum. Hún hefur viðdvöl tvær til fjórar vikur í sérliverju hinna
litlu afskekktu byggðarlaga. Auk tannviðgerða leiðbeinir hún börn-
um og foreldrum um tannvernd.
Bandarikin.
Til ejlingar uppeldislegum rannsóknum. — Santkvæmt lögum 531,
sem samþykkt voru af Sambandsþingi, er menntamálafulltrúa heim-
ilað að gera samninga við háskóla, menntaskóla eða aðrar opinberar
menntastofnanir um fjárveitingu til tilrauna og rannsókna á sviði
uppeldis- og kennslumála.
Námskeið i uþpeldislegum tilraunum. — Háskólinn í Chicago lief-
ur, í tilraunaskyni, skipulagt eins árs námskeið í uppeldislegum til-
raunum fyrir barnakennara, sem lokið hafa embættisprófi (bachelor)
á siðastliðnum fimmtán árum, en hafa ekki hlotið kennaramenntun í
uppeldisfræði, hliðstæða þeirri sem nemendur við uppeldisdeildina
hljóta. Kennslan fer frarn með virkri þátttöku nemenda í samfelld-
um námsefnaflokkum í stað þess að vera riið fyrirlestra um sundur-
leit elni.
New Education Fellowship heyr 9. heimsþing sitt í Utrecht í Hol-
landi 26. júlí til 8. ágúst n. k.
Öllum, sem fást við uppeldismál, er heimil þátttaka. Aðalviðfangs-
el'ni þingsins er: Uppeldi og geðvernd á heimili og í skóla.
Flutt verða erindi og unnið saman í flokkum.
7. Erindi:
Dr. John Bowlby: The Roots of Human Personality.
Dr. El. Koussy: Remaking the School for Mental Health.
Dr. O. Kroh f: Adolescence — tlie Conflict between tlie Generations.
Dr. Margaret Mead: Changing Education in Changing Society.
Dr. Albert Schweitzer: Love and Work in the Present Age.