Menntamál - 01.08.1965, Síða 12
122
MENNTAMAL
hið mikla töfratæki, síminn, scm öðru fremur lciddi til
gerbreytinga ;i miirgum sviðum þjúðlífsins.
C)ll stóð þessi vórleysing í þjóðfélaginu í beinu eða
óbeinu sambandi við almenna menntun. Stundum var
bætt menntunarástand forsenda þess, að breytingar til bóta
gætu átt sér stað, en stundum leiddi nýskipau í atvinnu-
og félagsmálum til brýnnar þarfar á bættri og aukinni al-
mennri og hagnýtri menntun.
Á síðustu áratugum 19. aldarinnar rísa upp allmargar
skólastoliianir: Læknaskólinn, Flensborgarské)linn, Möðru-
vallaskóli, kvennaskólar og rétt eltir aldamótin Iðnskólinn
og Verzlunarskólinn. Barnaskólum fjölgar nokkuð, og vísir
að kennaramenntun verður til.
Almennt og skipidegt skólanám allra landsins barna var
nii orðið að brýnni nauðsyn fyrir íslenzka Jrjóðfélagið, sem
var í deiglu nýs tíma.
Frceðslulögin 1907.
Við upphaf 20. aldarinnar hafði barnaskólum, styrkt-
um úr landssjé)ði fjölgað svo, að nær helmingur barna á
skólaaldri naut þá (1903) einhverrar skólagöngu. Á þessum
árum veitti Alþingi dr. Guðmundi Finnbogasyni styrk til
að kynna sér skólamál erlendis og í framhaldi af því, ís-
lenzk skólamál. Hann ferðaðist um allt Island, kynnti sér
ské)lastarf og menntunarástand og samdi að því búnu
frumvarp til fræðslulaga, sem lagt var íyrir Alþing 1905.
Málið náði þá ekki Iram að ganga, en á |)inginu 1907 var
frumvarpið samþykkt svo til óbreytt. Lögin komu til fram-
kvæmda árið eftir, 1908.
Samkvæmt fræðslulögunum áttu heimilin sjálf að ann-
ast kennslu barna í lestri og skril't til 10 ára aldurs. Börn
10—14 ára skyldu sækja skóla a. m. k. 6 mánuði á ári. Við
fullnaðarpré)f, um 14 ára aldur, var krafizt nokkurrar kunn-
áttu í Iestri, réttritun, skrillegri og munnlegri frásögn,
skrilt, kristnum fræðum, fjénum höfuðgreinum reiknings,