Menntamál - 01.08.1965, Side 22
MENNTAMÁL
132
Flestir Islendingar, miðaldra og eldri, skilja, hvað í þessu
felst. Börn þeirra skilja það hins vegar ekki. Fyrir þeim er
heimur þessara sagna jafn fjarlægur og hefðu þær gerzt á
annarri stjörnu. Fæst þeirra munu nokkru sinni lesa svo
undarlegar, gamlar bækur. Það stenzt á endum, að þegar
skinnbækur okkar eru loks heim heimtar, munu sögurnar,
sem á þær eru skráðar, verða íslendingum fjarlægari en
nokkru sinni fyrr. Þjóðardýrgripirnir verða aðeins safn-
gripir.
Ástæður þessa eru margar. Áður áttu börn sér sagna-
heim, nú lifa þau í myndaheimi: Kvikmyndir, myndasög-
ur, hasarblöð, erlent sjónvarp. í því felst önnur tækni, —
en líka önnur menning.
Kynnin, sem hinir þroskaðri skólanemendur og verðandi
menntafólk fær af íslenzkum fornbókmenntum í skólun-
um, eru einkum þau að líta á texta þeirra sem vandað rit-
mál, sérlega hentugt til málfræðilegrar og setningafræðilegr-
ar krufningar.
F.f takast á að varðveita að nokkru þátt íslendingasagna í
íslenzkri menningu, — eða bara skammlausa þekkingu á
þeim, — þá verður það ekki gert með óbreyttri heldur rnjög
breyttri afstöðu skólanna til þess viðfangsefnis. Sama má
raunar segja um framlag skólans, að því er snertir tengsl
uppvaxandi kynslóðar við bókmentir okkar í heild og mik-
inn hluta Jress menningararfs, sem brúa ætti hið ört vax-
andi bil milli liðins tíma og verðandi í íslenzku þjóðlífi.
Menning á umbrotaskeiði nemur ekki staðar og varðstaða
um hana getur Javí aldrei byggzt á kyrrstöðu. Við komumst
ekki undan nýjum áhrifum til ills og góðs og verðum að
kunna að velja og hafna. Sjálfstæð þjóð þarf ekki síður að
verja menningarhelgi sína en landhelgi, — og stugga þaðan
óboðnum gestum. Menning lítillar þjóðar þolir vart til
lengdar að fá yfir sig óhamin erlend áhrif. Það er sitt hvað
að loka landamærum eða halda þar uppi skynsamlegri gæzlu.
Skeytingarleysið er mesta hættan, sem nú vofir yfir íslenzkri