Menntamál - 01.08.1965, Page 42

Menntamál - 01.08.1965, Page 42
152 MENNTAMÁL Undirbúningur og framkvæmd 19. norræna skólamótsins var mikið verk, eins og nærri má geta. Að þessu starfaði nefnd 18 skólamanna, tilnefnd af Menntamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og kennarasam- tökunum. Nefndin starfaði í þrennu lagi: dagskrárnefnd undir stjórn Magnúsar Gíslasonar námsstjóra undirbjó dagskrána í samvinnu við undirbúningsnefndir frá hinum Norðurlöndunum, gestanefnd, sem Ingi Kristinsson skólastjóri stýrði, sá um móttöku erlendu þátttakendanna, útvegun húsnæðis og ýmsa aðra fyrirgreiðslu, og framkvæmdanefnd með Helga Elíasson fræðslumálastjóra í forsæti hafði yfirumsjón með öllum undirbúningi og framkvæmd mótsins. Undirbúningsnefndin réði sér framkvæmdastjóra, Stefán Ólaf Jóns- son námsstjóra, og tók hann til starfa um miðjan maí og vann fyrst einn að undirbúningi, en 19. júní var onnuð skrifstofa í Hagaskóla og ráðnir 3 slarfsmenn til viðbótar. Skrifstofa þessi var opin til 27. júní og veitti þátttakendum margháttaða fyrirgreiðslu. MENNTAMÁL höfðu samband við Stefán Ólaf, og eru eftirfarandi upp- lýsingar byggðar á samtali við hann. Þátttakendur í mótinu voru alls 1130, 215 Danir, 165 Finnar, 110 Norð- menn, 323 Svíar og 317 íslendingar. Af hinurn 810 erlendu þátttakendum komu 370 með lystiskipinu Fritz Heckert og bjuggu þar um borð móts- dagana. Hinir komu flestir flugleiðis og bjuggu um 300 þeirra á hótel- um, en þeim 130, sem ekki var rúm fyrir á gistihúsum, var komið fyrir á heimilum reykvískra kennara. Voru þeir síðast nefndu mjög öfundaðir af að fá tækifæri til að kynnast íslenzkum heimilum. Sænska ríkisferðaskrifstofan RESO sá um ferðir allra erlendu þátt- takendanna, nema þeirra Finna, sem komu flugleiðis. I samráði við Ferðaskrifstofu ríkisins voru skipulagðar ýmsar kynnis- og skemmti ferðir fyrir mótsgesti. Hringferðir um Reykjavík voru farnar miðvikud. 20. júlí, en dagana næstu eftir mótsslitin voru farnar ferðir um Suður- landsundirlendi, Borgarfjörð, Norðurland og til Kulusuk á Grænlandi. Þátttaka í ferðum þessum var mjög mikil, og voru alls 1843 skráðir í þær. Allmargir hinnar erlendu kennara skoðuðu nýjustu skólabyggingar borgarinnar í boði fræðsluyfirvalda. Þess er vert að geta, að Ósvaldur Knudsen kvikmyndatökumaður bauðst til að lána endurgjaldslaust til sýningar í Hagaskólanum myndir sínar Surtur fcr sunnan og Sveit milli sanda, og sáu flestir hinna er- lendu gesta þessar ágætu heimildarkvikmyndir. Að undirlagi framkvæmdanefndarinnar setti Teiknikennarafélag Is- lands upp sýningu á teikningum barna í Iiagaskólanum. Teiknikennar- arnir Þórir Sigurðsson og Hörður Ingólfsson önnuðust uppsetningu myndanna, sem voru frá 10 barna- og gagnfræðaskólum. Sýningin var opin til 26. júlí og var vel sótt. Stefán Ólafur sagði, að gott hefði verið að leita til manna uin fyrir- greiðslu vegna mótsins og bað að lokum fyrir þakkir til allra, sem lögðu hönd á plóginn og stuðluðu þannig að því, að mótið tókst eins vel og raun bar vitni. I** S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.