Menntamál - 01.08.1965, Qupperneq 42
152
MENNTAMÁL
Undirbúningur og framkvæmd 19. norræna skólamótsins var mikið
verk, eins og nærri má geta. Að þessu starfaði nefnd 18 skólamanna,
tilnefnd af Menntamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og kennarasam-
tökunum. Nefndin starfaði í þrennu lagi: dagskrárnefnd undir stjórn
Magnúsar Gíslasonar námsstjóra undirbjó dagskrána í samvinnu við
undirbúningsnefndir frá hinum Norðurlöndunum, gestanefnd, sem Ingi
Kristinsson skólastjóri stýrði, sá um móttöku erlendu þátttakendanna,
útvegun húsnæðis og ýmsa aðra fyrirgreiðslu, og framkvæmdanefnd með
Helga Elíasson fræðslumálastjóra í forsæti hafði yfirumsjón með öllum
undirbúningi og framkvæmd mótsins.
Undirbúningsnefndin réði sér framkvæmdastjóra, Stefán Ólaf Jóns-
son námsstjóra, og tók hann til starfa um miðjan maí og vann fyrst
einn að undirbúningi, en 19. júní var onnuð skrifstofa í Hagaskóla og
ráðnir 3 slarfsmenn til viðbótar. Skrifstofa þessi var opin til 27. júní
og veitti þátttakendum margháttaða fyrirgreiðslu.
MENNTAMÁL höfðu samband við Stefán Ólaf, og eru eftirfarandi upp-
lýsingar byggðar á samtali við hann.
Þátttakendur í mótinu voru alls 1130, 215 Danir, 165 Finnar, 110 Norð-
menn, 323 Svíar og 317 íslendingar. Af hinurn 810 erlendu þátttakendum
komu 370 með lystiskipinu Fritz Heckert og bjuggu þar um borð móts-
dagana. Hinir komu flestir flugleiðis og bjuggu um 300 þeirra á hótel-
um, en þeim 130, sem ekki var rúm fyrir á gistihúsum, var komið
fyrir á heimilum reykvískra kennara. Voru þeir síðast nefndu mjög
öfundaðir af að fá tækifæri til að kynnast íslenzkum heimilum.
Sænska ríkisferðaskrifstofan RESO sá um ferðir allra erlendu þátt-
takendanna, nema þeirra Finna, sem komu flugleiðis. I samráði við
Ferðaskrifstofu ríkisins voru skipulagðar ýmsar kynnis- og skemmti
ferðir fyrir mótsgesti. Hringferðir um Reykjavík voru farnar miðvikud.
20. júlí, en dagana næstu eftir mótsslitin voru farnar ferðir um Suður-
landsundirlendi, Borgarfjörð, Norðurland og til Kulusuk á Grænlandi.
Þátttaka í ferðum þessum var mjög mikil, og voru alls 1843 skráðir í
þær. Allmargir hinnar erlendu kennara skoðuðu nýjustu skólabyggingar
borgarinnar í boði fræðsluyfirvalda.
Þess er vert að geta, að Ósvaldur Knudsen kvikmyndatökumaður
bauðst til að lána endurgjaldslaust til sýningar í Hagaskólanum myndir
sínar Surtur fcr sunnan og Sveit milli sanda, og sáu flestir hinna er-
lendu gesta þessar ágætu heimildarkvikmyndir.
Að undirlagi framkvæmdanefndarinnar setti Teiknikennarafélag Is-
lands upp sýningu á teikningum barna í Iiagaskólanum. Teiknikennar-
arnir Þórir Sigurðsson og Hörður Ingólfsson önnuðust uppsetningu
myndanna, sem voru frá 10 barna- og gagnfræðaskólum. Sýningin var
opin til 26. júlí og var vel sótt.
Stefán Ólafur sagði, að gott hefði verið að leita til manna uin fyrir-
greiðslu vegna mótsins og bað að lokum fyrir þakkir til allra, sem lögðu
hönd á plóginn og stuðluðu þannig að því, að mótið tókst eins vel og
raun bar vitni. I** S.