Menntamál - 01.08.1965, Side 68
178
MENNTAMÁT,
Könnunarprófið í íslenzku var í tvennu lagi. Annars veg-
ar var prófað í stafsetningu, en liins vegar í nokkrum atrið-
um málfræði, setningafræði, bragfræði og bókmennta. Próf-
ið var samið með |sað í huga, að það gæfi ofurlitla hugmynd
um, hversu þorri þeirra nemenda, sem læra til gagnfræða-
prófs, fái tileinkað sér nokkur þeirra atriða, sem kalla má
hefðbundin í þessu námi samkvæmt þeim kennslubókum,
sem almennast eru notaðar á þessu skólastigi. Þar sem nokk-
ur vitneskja er þegar fyrir hendi um það, hversu nemendur
fái numið hin léttari atriði stafsetningar og málfræði, t. d.
til unglingaprófs, þótti forvitnilegt að kanna, hver eftir-
tekjan virtist vera af endurlestri og framhaldsnámi í þessum
greinum. Af þessum sökurn beindist prófið meira að hinum
þyngri atriðum áðurnefndra greina. Var ætlunin, að það
gæfi til kynna, hvað af námsefninu virtist viðráðanlegt og
hvað ofviða þeim I jiilda unglinga, sem ekki leggja í mesta
brattann á námsbrautinni, þ. e. landspróf miðskóla og
m enn taskólanám.
Rétt er að taka fram þegar, að miklir örðugleikar eru á
könnun sem þessari. Veldur þar mestu um, hve námsefni
skólanna er ósamræmt. I sumum skólum er lögð áherzla á
þetta, en í öðrum á hitt. Sum þeirra atriða, sem prófað var í,
eru t. d. ekki almennt kennd í verknámsdeildum. Skal ekki
að því fundið. í annan stað taka skólarnir námsefnið í mis-
munandi röð, svo að það, sem einum er nýtt, er iiðrum hálf-
gleymt. Allt rýrir þetta mjcig gildi könnunarinnar, einkmn
samanburðargildi hennar, svo að lítið er að marka tölur og
útreikninga. Hef ég því ekki samið skýrslur um niðurstöð-
ur prófsins, heldur reynt að meta að nokkru úrlausnir nem-
enda úr hverju atriði um sig og draga af þeim heildarálykt-
anir.
Skal fyrst vikið að stafsetningarprófinu. Það var að allri
gerð mjög svipað landspróli miðskóla í stafsetningu. Orð
með /. voru þó nokkru l'leiri en venja hefur verið við lands-
próf síðustu árin. Var svo gert sökum þess, að forvitnilegt