Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 17

Skírnir - 01.04.1920, Page 17
^kírnir] Elías Löanrot og Kalevala. 95 dóttir kantelunnar) eða fornir söngvar og kvæði finsku þjóðarinnar«, samtals 21007 ljóðlínur. Er það safn næst Kalevala frægast talið allra hinna þjóðlegu ritverka Lönn- rots. Tveim árum síðar birtist »flnska orðskviðasafnið* (Suomen kansan sananlaskuja) 5000 spakmæli og orðs- kviðir — og enn tveim árum síðar þriðja safnið »Gátur kinnar finsku þjóðar« (Suomen kansan arvojtuksia) — 1200 gátur, þjóðsögur o. fl. — Sést á þessu hver dæmalaus elju- og afkastamaður Lönnrot var, þar sem hann jafn- fi'amt þessu hafð; embætti að gegna. sem læknir, samdi og guf út á þessum árum allstóra lækningabók handa alþýðu °g hélt út blaði — *Mehilainen« — sem hann að mestu i'itaði sjálfur. Og þó varði hann hverju sumri að meira °g minna leyti til ferðalaga í þarfir þeirrar hugsjónar, ®6m hafði altekið hann. Hve mikið hafði safnast á þessum arum, frá því er fyrsta útgáfan birtist á prenti, sést bezt a stærðarmun útgáfnanna. I n ý j u Kalevala, sem birtist árið 1849, eru kvæðaöokkarnir orðnir 50 samtals í 22805 Ijóðlinum. Hið merkasta af því, er þessi nýja úlgáfa hefir fram yfir hina eldri, eru svonefndir Kullervó-söngvar. Til þeirra hafði einn af ötulustu aðstoðendum Lönnrots, Dan- iel Evropæus, safnað og sent kvæðameistaranum alt það Safn til afnota við hina nýju útgáfu ljóðanna. Ahugi alls almennings á þessum þjóðlegu fræðum var nú orðinn það meiri en áður, að Nýja Kalevala fékk þeg- ar mikla og skjóta útbreiðslu bæði meðal lærðra manna °g leikra. Henni var fagnað sem hinni mestu þjóðarger- semi, er mundi á komandi tíð bera frægð Finnlands út yfir löndin, eins og lika kom fram. Finska bókmentafé- lagið hafði falið ágætismanninum M. A. Castrén að þýða gómlu Kalevala á sænsku (1841), en nýju Kalevala þýddi a sænsku K. Collan og kom sú þýðing út á árunum 1864 ""65- Jafnframt komu út þýðingar hennar á þýzku, frakk- nesku, ensku, ungversku, estnisku, rússnesku og tjekkisku, asamt brotum á norsku og itölsku. Úrvalskaflar hafa fyrir n°kkurum árum verið gefnir út á dönsku í óbundnu máli (*Fra Kalevalas Lunde« eftir Evu Moltesen, Khöfn 1908).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.