Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1920, Page 82

Skírnir - 01.04.1920, Page 82
160 Ritfregnir. [Skirnir rita, sem veita fyllri fræðslu en höf. hefir getað tekið með, t. d. um æviatriði manna o. fl. Bókina pryða myndir af þessum mönnum: Magnúsi Ketils- syni, Jóni Eiríkssyni, Magnúsi Stephensen, Baldvin Einarssyni, Tómasi Sæmundssyni, Jóni Sigurðssyni og Jóni Guðmundssyni. Jafnframt eru og í ritiuu eftirmyndir eða sýnishorn ýmsra þeirra rita, sem bókin fjallar um, 13 talsins. Eg skal að endingu geta þess, að í ölluui eintökum Lands- bókasafnBÍns af ritum lærdómslistafélagsins kemur blaðsíðutalan r 15. bindi þeirra heim við það, sem höf. nefnir (bls. 15, 3. neðan- málsgrein) eftir Joni Sigurðssyni (þ. e. 286 bls.). Páll Eggert Ólason. Det nye Nord. Eneste Tidskrift for skandinaviske Samfunds- interesser. Udkommer 52 Gange aarlig. Abonnementspris Kr. 6 Kvartalet (incl. Postpenge). Udgiver: Oscar Smith. Redaktions- sekretær: Cand. polit. L. Estrup. Köbenhavn. — Tímarit þetta hóf göngu sína með apríl s. 1. ár. Viðfangsefm þess eru: I. útlend stjórnmál, II. Danmörk, III. Noregur, IV- Svíþjóð, V. ísland, Finnland og fylgilönd Norðurlanda, VI. listir og bókmentir, VII. stríðs- og friðarbúskapur, VIII. atvinnurekst- ur og atvinnumál ýmsra þjóða, IX. yfirlit yfir viku hverja, X. her ■og floti. Ræður sinn ritstjóri hverju efninu, Sigfús Blöndal bóka- vörður því sem Island snertir. Þetta er hið þarfasta tfmarit. Það er svo fjölfrótt um helztu nýjungar í hugsuu og framkvæmd á Norðurlöndum og gefur svo gott yfirlit yfir ýms af þeim málum, sem nú eru efst á dagskrá i heiminum, að æskilegt væri að það yrði mikið keypt hór á landi af einstökum mönnum og lestrarfólögum. Það hefir þegar flutt allmargar greinar um íslenzk efni, eftir Sigfús Blöndal bókavörð, Bjarna Sæmundsson adjunkt og Björn Símon — það er dulnefnii og býr þar undir skarpur rithöfundur. G. F.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.