Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 11
11
að eins gagnvart hinum „nöktu ondum,“ heldur
einnig gagnvart hinum dauðu kristnu mönnum.
Sé heimurinn fullur af sannfæringarlausum van-
trúarmönnum, þá er kirkjan full af sannfæringar-
lausum „kristnum" mönnum. Eins og það væri
eitt af boðorðum guðs, að vér eigum að trúa eins
og þeir, sem ekki trúa! Nei, gráta eigum vér eins
og þeir, sem ekki gráta, og gleðjast eins og þeir,
sem ekki gleðjast (1. Kor. 7, 30), — en vér eig-
um í sannleika- ekki að trúa eins og þeir, sem ekki
trúa. í*ó eru margir í kristninni, sem gjöra það.
-----Fyrir nokkrum árum var það siður við
kirkju nokkra á Jótlandi, að fóikið hneigði sig með
mikilli lotningu til vinstri handar, er það gekk inn
um kirkjudyrnar. Svo kom þangað nýr prestur.
Hann tók þegar eptir þessu og spurði, hvernig á
því stæði. Hann spurði hina yngri; þeir vissu það
ekki; þeir höfðu séð gamla fólkið gjöra það. Hann
spurði gömlu mennina; þeir höfðu aldrei um það
hugsað; þeir vissu að eins, að þetta átti þannig að
vera. Hann spurði djáknann, og hann var jafn vel
að sér. Allir hneigðu sig, og enginn vissi hvers
vegna. Nokkrum árum síðar var gjört við kirkj-
una. Þá fékkst ráðning á gátunni. Þegar kaikhúð-
in var höggvin burtu, fannst vinstra megin við
kirkjudyrnar gömul mynd af guðsmóður með barn-
ið. Þar var ástæðan. Frá tímanum fyrir siðbót
höfðu menn lotið Maríu-myndinni. Síðar hafði ver-
jð kalkað yflr myndina, og hún gleymzt, En ajlir