Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 14

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 14
14 eru honum til vinstri hliðar: „farið frá mér bölv- aðir í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans“ — og sjá! þá ber svo undarlega til, að hvorirtveggju verða eptir lýsingu Jesú jafn hissa á dómsúrslitunum. Allir, bæði hólpnir og glataðir, segja: „Herra, nær sáum vér þig hungraðan eður þyrstan, gest eða nakinn, sjúkan eður í myrkva- stofu o. s. frv.“ Hvar er hér „hin fasta sannfæring?" Hinir hólpnu virðast hafa jafnlitla vissu um sáluhjálp sína, eins og hinir glötuðu um glötun sína. Úislit- in virðast koma flatt upp á þá alla. En það virðist líka að eins svo. Hinir glötuðu vissu vel, að þeir mundu glat- ast. Eldurinn eilífi, sem drottinn visar þeim í, var í einum skilningi alls eigi neitt, nýtt fyrir þá. Hann hafði brunnið í samvizkum þeirra löngu áður. Þeir vissu í raun og veru vel, að þeir voru án friðar og án guðs. Þegar þeir þvi segja: „hvenær, drott- inn, höfum vér sóð þig nauðstaddan án þess að hjálpa þér,“ þá er það til að afsaka sig. feir ljúga að sjálfum sér. Orð þeirra eru síðasti ávöxturinn af þeirri andvaraleysis lífslygi, er þeir hafa svæft sig í. Því meira sem „eldurinn" hafði brunnið í samvizku þeirra, því meira höfðu þeir flúið samvizku sína. Á þann hátt höfðu þeir svo mjög vanizt við að ljúga um sjálfa sig og að sjálfum sér, að lygin var orðin samgróin eðli þeirra. Og það er þessi jnngrópa lífslygi, semi.gjörir á degi dójnsijjs árang’

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.