Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 15

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 15
15 urslausa tilraun til að vísa dómnum á bug með uppgerðar sakleysi. En þeir, som eru til vinstri hliðar, koma oss raunar minna við hér. Vér erum að tala um sáluhjálparvissu; og um hana getur ekki verið að ræða nema hjá þeim, sem eru til hægri hliðar. — Voru þeir þá vissir um sáluhjálp sína? Ef svo var, hví segja þeir þá: „Herra, hvenær höfum vér séð þig nauðstaddan og þjónað þér?“ Hjá þeim getur það þó ekki verið ávöxtur af inngróinni lífs- lygi. — Nei. — En hjá þeim er það fáfræði auð- mýktarinnar um eigið ágæti. Það er ckki það, sem kemur flatt upp á þá, að þeir eru hólpnir, heldur hitt, að Jesús segir: „Pér eruð hóipnir sakir alls þess, er þér hafið gjört í minu nafni.“ Að þeir voru „ástvinir föðursins" var þeim ekkert nýtt. Eins víst eins og það var,. að eldurinn eilífi hafði þegar hér í jarðlífinu brunnið í samvizku hinna glötuðu, eins áreiðanlega hafði það verið innihald lífsins og sæla þeim, er hægra megin stóðu, að þeir vissu að þeir voru ást.vinir föðursins. Fyrir því vissu þeir og með fullkominni vissu, að þeir át.tu að erfa ríkið. En það eru dómsástæðurnar, sem koma flatt upp á þá. Þeir fá ekki skilið, að þeir séu hólpnir orðnir fyrir það, að þeir hafa í trúnni sýnt. Jesú kærleika. íað lætur nýstárlega í eyrum þeirra og ókunnuglega. Þeir hafa ávailt beint aug- um trúarinnar að eins á óverðskuldaða náð guðs í Jesú Kristi. Hinu hafa þeir alls ekki veitt eptir-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.