Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 18
18
dauða, að vei-a hólpinn maður og sæll fyrir saifir
Jesú Krists; — vissa um það, í samfólagi andans
við Jesúm Krist, að eiga fyrirgefning syndanna,
barns nafn og barns kjör hjá guði, frjálsan aðgang
að hástóli náðarinnar, himnesk borgararéttindi, sigur
í iífi og dauða, von upprisunnar og eilífa dýrð heima
hjá guði. Slík vissa er trúarvissa vor! Lof sé
guði, sem gaf oss svo mikla hluti.
En hér eru nú margir, er hyggja, að tii þess
maðurinn geti fengið vissu um svona mikla hluti,
verði þá að minnsta kosti eitthvað mikið, sælt og
inndælt að fara fram í sálardjúpi hans; — og svo
biða þeir og búast við því, vitandi eða óvitandi, að þessi
sæla lífreynd og þessar inndælu tilflnningar falli niður
af himni til þeirra á einhvern kynlegan og óskiljan-
legan hátt.
Slíkir menn geta beðið til daganna enda. Hin
sæla lífreynd kemur á sínum tíma, en það er ekki
byrjað með lienni. Menn hljóta fyrst að trúa, fyr
enn þeir geta fengið reynd trúarinnar. Petta ætti
sannarlega að virðast auðsætt.
Á hinn bóginn geta menn eigi heldur trúað í
blindni; — það verður að fara eittlwað á undan.
En þetta „eitthvað" er ekki sælar tilfinningar,
inndælar reyndir og himnesk alhrif, því að slíkt
er (að svo mikiu leyti sem mönnum yfir höfuð hlotn-
ast það hér á jörðu) ávöxtur trúarinnar og afleiðing,
•— ekki grundvöllur hennar. Það, sem fer á undan
trú og knýr til trúar, er blátt áfram guðs orð.