Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 19

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 19
19 Það er guðs orð, sem boðar það og býður, er vera á innihald trúarvissu vorrar: fyiirgefning synd- anna, iif og sáluhjálp. Þess vegna hljóta menn einnig að byrja á því, að gefa sig að guðs orði. Hin fyrsta trúarvissa,. eða réttara að segja: trúarvissan á fyrsta stigi sínu, verður aldrei vissa studd við porsónulega frelsisreynd, heldur vissa, er styðst við frelsisboð orðsins. En hvað getur þá fullvissað mig um sannleik þessa tilboðs? eða nákvæmara orðað : hvernig verð eg viss um það, að „orðið“ yfir höfuð sé guðs orð og þess vegna satt og áreiðanlegt; — og hvernig v@rð eg viss um, að frelsisboð þau, sem orðið geymir, nái til min? Þvi að eðlilega getur eigi verið um að ræða neina vissu i trausti til orðsins, nema því að eins að eg sé orðinn viss um þetta hvorttveggja: bæði um guðlegt vald orðsins og um persónulega hluttöku í náðarfyrirheitum þess. Venjulega er þetta tvennt ekki Ijóslega greint hvað frá öðru. Sumum mönnum veitir það erfiðast að sannfærast um guð- dómleik orðsins; — sé sú sannfæring fengin, kemur hitt nálega af sjálfu sér, vissan um persónulegan þátt í sáluhjálp þeirri, sem oiðið býður. Öðrum mönnum fellur það erfiðast að sannfærast um por- sónulega hlutdeild í sáluhjálpinni, en aptur á móti hefur vissan um guðdómleik orðsins náð haldi á sálunni, nálega án þess þeir sjálfir viti, hvernig það hefur atvikazt. Hál þetta hefur samt setn áður

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.