Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Síða 27
27
inni í heimi sáiarinnar.-------Aldrei hefur maður-
inn eins mikla hörf á frelsara, eins og þegar hann
er ]>annig á sig kominn, og þó þorir hann þá sízt
af öllu að trúa því, að hann sé frelsáður — svo
syndugur og sauri' ataður sem hann er!
Hin sama vakandi samvizka, er, sem sagt, bein-
línis fullvissar mig um guðlegan áreiðanleik orðsins,
virðist á sama tíma að útiloka mig með fullkomnu
vonieysi frá dýrð sáluhjálparinnar. Það hleypur
hér snurða á samvizkulífið, og ríður á að herða
hana eigi svo með óviti, að aldrei rakni úr henni.
En það gjöra þó margir. Það fer fyiir mörgum
líkt og spámaðurinn segir: „Barnið er komið
að fæðingarstaðnum, en kraptinn vantar til að
fæða“. Þraut samvizkunnar er jóðsótt sjálfrar
trúarvissunnar, en allt of opt vantar kraptinn til að
fæða. í stað glaðrar og öruggrar trúarvissu fáum
vér þá eigi annað enn bunka af andvanafæddri þrá,
er bæði spillir trúnni og spillir fyrir henni.
Samvizkuþrautin er fæðingarstund vissunnar,
en það þarf krapt til að fœða. Og engan þarf að
vanta þennan krapt, ef hann að eins vill opna augun
°g sjá, hvað guðs orð segir.
„Heyrið orð drottins, þér, sem óttist hans orð“
(Es. 66,5).
Hverjum býður guðs orð náð?
Syndlausum mönnum ogóflekkuðum? Nei. — Ör-
uggum inönnum og ánægðum með sjálfa sig? Nei.
— Mönnujn með lyptingu og andagipt? Nei, —