Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 31

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 31
31 vizkunnar. Þetta er hin öruggusta vissu-undirstaða, sem yfir höfuð er unnt að hugsa sér á jörðu þess- ari. Því engin vissa á jörðu er meiri enn sú, sem sprettur af þrýstivaldi samvizkunnar; og aldrei er þrýstivald samvizkunnar meira enn þá, er hún þrýst- ir mér til að ganga á móti ákærum hennar sjálfrar. Það þarf minni samvizkuþrýsting til að ganga í ber- högg við allan heiminn, enn til þess að ganga á þennan hátt í berhögg við sjálfan sig. Svo mega hinir „nöktu andar“ stæra sig af þvi, að þeir þekki til þess að veltast i „hringiðuelfi hugsunaiinnar", — hér er hringiðuelfur með sterkara straumkasti enn nokkur önnur. En hver, sem hættir sér út í hana, hann sogast, guði sé lof, ekki niður i djúpið, heldur iyptist hann upp á klettinn! — — Eg vona nú, að það sé ljóst, hvers vegna speki spekinganna er öfug: „Yér viljum ekki trúa náð- inni, fyr enn vér höfum reynt náðina“. Pað er öfugt — fyrst og fremst af því, að reynd guðs náðar getur eigi verið annað enn ávöxtur trúarinnar; og þessu næst af því, að á undan trúnni fara aðrar reyndir, sem í sjálfu sér eru nægilegar til að leiða oss til trúarinnar. Trúin verður að vísu á þennan hátt nokkurs konar stökk og vogun; en þó hvorki stökk í blindni né vogun í óvissu, heldur vogun knúin fram með reyndum, er sannkær maður fær eigi gengið á snið við: — reyndinni um and- lega fátækt sjálfs sín og guðlegt vald orðsins. í

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.