Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 33

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 33
38 Kristi, þá get eg ekki annað enn lifað daglega nær guði; og þar sem guð er nálægur, þar flýr djöfull- inn, og syndin missir mátt sinn. Og þegar eg trúi orðinu um náð, þá hef jeg i þessari trú daglega aðgang að hástóli náðarinnar; og frá hástóli náðarinnar taka þá að ske undarleg- ir hlutir í lífi mínu. Bænin sýnir krapt sinn og fyrirheitin sannleik sinn. Allt þetta og margfalt fleira sömu tegundar er staðfesting reynslunnar á því, að tileinkun náðar- orðsins var að vísu vogun, en vogun, er engu var hætt með, en allt vannst með. Auðvitað getur staðfesting reyndarinnar, þessi persónulega lífreynd orðsins, komið með mörgu óiíku móti og i mismunandi mæli. Hún getur komið eins og himnesk alhrif með streymandi lind af kröptum komandi aldar; — hún getur einnig kom- ið eins og mjúk dögg frá Libanon, eins og hægur vindblær frá hinum eilifu hæðum. Hún getur gjört vart við sig eins og endurnýjaður, fjaðurmagnaður vilji, — eins og gæti maður í krapti drottins síns guðs hlaupið yfir öll fjöll! Hún getur einnig kom- ið sem leynileg vellíðan sálarinnar, — eins og stigi fflaður hreinþveginn upp úr laug endurnýjungar- innar! Og mjög opt er þar að auki lífreynd guðs náðar svipuð því sem sálin hitti aptur sínar eigin bænir. Bænir þær, sem vér um langan tíma, í trausti til orðsins eins, höfum sent upp að hásæti guðs, og sem virtust með öllu horfnar, þœr koma

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.