Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 41
41
að vér byrjum með að reiða oss á náðina, síðan á
áhrif náðarinnar í tilfinningum vorum og svo að
síðustu á tilfinningar vorar einar saman. Náðin,
sem fyrir innri reynd rann saman við vort eigið,
endar með að kæfast í því. Það er skáflöturinn.
Og ef vér rennum niður eptir honum, þá föllum vér
að lokum úr náðinni; því að það er skiljanlega
eins mikil óhæfa fyrir guðs barn að reiða sig á sín-
ar eigin tilfinningar eins og að reiða sig á verk sín.
Hvað mannshjartað yflr höfuð er undarlega
rangsnúið og flókið viðfangs! Þegar guð staðfestir
hlutdeild vora í náðinni með því að gefa oss reynd
shis ríkdóms, þá rangfærum vér opt reynd þessa
og hyggjum að vér séum ríkir í sjálfum oss. Og
með því glötum vér hlutdeild voni í náðinni. Því
að það, er upphaflega veitti oss rétt til náðarinnar,
var einmitt fátækt vor í andanum. Ef vér glötum
henni með því að fara hégómlega með náðarreynd-
ina, þá erum vér alls eigi lengur hluttakandi í náð-
inni; ogþáer öll „vissa" um sáluhjálp ímynduð vissa.
Hvað verður guð þá að gjöra til þess að varð-
veita oss í þessu efni? Hann verður að taka frá
oss hinar sælu tilfinningar, áður en vér höfum far-
ið m#ð þær hégómlega. Hann verður að stöðva
oss á skáfletinum og leiða oss aptur að undirstöð-
unni. Hann verður að gjöra náðarreyndina hverf-
lynda fyrir oss, ekki af því að hann sé hverflyndur,
heldur einmitt af því að hann er trúfastur. Á ytri
bátt m?ejt var það ef tij vjlJ hi'Osun írá voni hálfu