Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Síða 45
45
þökk fyrir náðina í trausti á orðinu og reynd náð-
arinnar fyrir krapt orðsins, — í hvert sinn verður
vissan dýpri og rótgrónari í sálu vorri.
„Guð leikur alvarlegan leik við börn sin“ hef-
ur einn af hinum miklu vottum drottins sagt.
Hvað það er satt! En hinn alvarlegasti leikur af
öllum þeim, sem guð leikur við ástvini sína, er þessi:
— að hann veitir oss reynd orðsins til þess að
staðfesta orðið, og tekur reyndina aptur frá oss til
þess að leiða oss aptur til orðsins. Þessi alvöru-
leikur lítur optast út fyrir að koma í bága við trúar-
vissuna og er þó í raun og veru lifsskilyrði fyrir
vissuna.
fað er gott að geta bent á þetta gagnvart
mönnum útí frá, til þess að enginn blettur eða hrukka
loði við trú vora; — en það er enn betra að minn-
ast þess sjálfur, þegar timi ástríðisins stendur fyr-
ir dyrum. Því að hin bezta hjáip til að taka á-
stríðum sínum rótt, er að líta á þau á þeirra rétta
stað, sem liði í vexti trúarinnar og eðli.
Ætla eigi, að það komi neitt undarlegt fyrir
þig, þótt á þig striði. Eins og trúaðir menn sæta
venjulega aðkasti heimsins fyrir trúarinnar sakir,
sumir meira og sumir minna, — eins er það eitt
af þvi, sem guðs börnum er fyrirbúið hér í heimi,
að verða fyrir ástríði, þegar svo ber undir. Fyrsta
daginn, sem Jesús birtist iærisveinum sínum, hvarf
hann þeim beint á því augnabliki, er hann hafði
oþuað augu þeivra, svo að þeir þekktu hann (Lúk,