Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 53

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 53
53 draumi"; vér mimum í senn undrast máttuleik sæl- unnar og verða gagnteknir af reynd sælunnar. Þessi sæla undrun, sem er óaðskiljanleg frá eðli hinnar fullkomnu sælu, hefur svipað hlutverk i heimi skoðunarinnar eins og tvísýnur ástríðanna i þessum heimi. Tvísýnur ástríðanna knýja oss aptur inn undir þrýstivald orðsins yfir samvizku vorri og varðveita þar með rót trúarinnar; því að þrýstivald orðsins yfir samvizkunni er rótin að trú kristins manns. Hin sæla undrun knýr oss ávallt með nýju afli inn í lífreynd sælunnar og varðveitir þar með ávöxt trúarinnar um alla eilífð; því að lífreynd sælunnar er ávöxturinn á trú kristins manns. Eíi saknaðarins æfði oss i að trúa án þess að sjá. Efi sælufyllingarinnar æfir oss í að trúa því, sem vér sjáum. Viðbót. Vera má að sumir af lesendum mínuin hafi saknað þess í hinu undangengna, að skírnin er ekki nefnd. Og vera má meira að segja að einhverjum finnist þá aðalatriðinu vera sleppt, með því þeir skoða skírnina sem hinn eiginiega vissugrundvöll og hvíldar- stað í lífi kristins manns. Til þess að komast hjá óþarfri þrætu skal eg enn þá bæta við: Þegar eg í hinu undangengna hef ekki talað um skírnina, þá er það ekki af því, að eg fyrir

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.