Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 56

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 56
56 Sam bæn. (Eptir S. Á. Gíslason.) „Gakk inn í svefnhús þitt og loka að þjer dyr- unum, bið svo föður þinn í einrúmi og hann, sem sjer hvað í einrúmi gjörist, mun veita þjer það opin- berlega“, segir Kristur við hræsnisfulla landa sína, sem þóttust af guðrækni sinni og slægðust til að vera á götum úti, þegar bænatímarnir voru og allir áttu að biðja, og gjörðu svo bæn sína á gatnamótum, svo menn skyldu dázt að þeim. Margt breytist á skemmri tíma, enda mundi enginn verða talinn meiri maður í alinenningsálitinu núna, þótt hann bæðist fyrir á gatnamótum. Hann yrði líklega fremur talinn „ringlaður". Allt af er eitthvað að, þá stærðu menn sig af guðrækninni, nú fyrirverða menn sig fyrir hana. — En þrátt fyrir ólíkar kringumstæður nú, hafa orð Krists vafalaust fullt gildi, bænin í einrúmi er aðalbænin í lifi trúaðs manns og enginn, sem lítt er vanur að tala við Guð í einrúmi, ætti að fara að tala við hann opinberlega. En er þá sameiginlega bænin, þar sem menn biðja hátt hver á eptir öðrum, rjettmæt? Er það ekki „nýmóðins'' aðferð, sem er næsta hættuleg? Þannig spyrja ýmsir, og margir svara, ekki sízt þeir, sem aldrei eða sársjaldan tala við Guð í einrúmi: „Það er ekki annað en trúaræsingur og öfgar að vera biðja hátt saman, Kristur hefur varað við því",

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.