Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 57

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 57
57 og svo vitna þeir í orðin, sem jeg byrjaði á.------ Það er nú vitanlega algjörður misskilningur að nota þau orð gegn öðru en hræsni, og Kristur segir sjálf- ur: „Ef tveir yðar biðja nokkurs samhuga á jörðu, mun minn himneski faðir veita yður það“. (Matt 18. 19.) Enda er það auðsætt af postulasögunni að sambæn var iðuleg og sjálfsögð í fyrstu söfnuðunum (Les t. d. Post. 4.24. 12.12. 20.36, og 21.5. í báð- um þessum seinni stöðum er sagt að þeir hafi kropið nið- ur og beðið saman, þegar Páll var að kveðja.) — Sam- bæn hefur allt af átt sjer stað þar sem trúaðir menn hafa nokkurt bræðralag innbirðis. Þar sem hún er að byrja, þar er vorið að koma. Því að börn Guðs eru „krjúpandi kappar“ eða „hetjur á hnjánum“, eins og opt er sagt.1) Pví meiri bæn því meiri kraptur. Erlendis, einkum þó í enskum löndum, er sam- bæn trúaðra svo algeng að þar þykir víða sjálfsagt að biðja með kunningja sínum áður en maður kveður hann. í mörgum reformertum kirkjudeildum þykir !) Heim8kingjar vorra tíma lilæja að þeim, sembiðja hátt á bænasamkomum, og kalla að þeir „falli fram“, sem krjúpa á meðan þeir biðja, en þeir ættu að hugsa um það, hvort þeir sjeu ofgóðir til sð vera á knjánum meðan þeir tala við Drottin alsherjar, og þótt þeir skilji ekki Guðs börn, — og það gjöra þeir vitanlega ekki nema að þeir komi til sjálfs sin, — ættu þeir að muna, að það er siður heimskiugja einna að hlæja að því, sem þeir skilja ekki, —aOg enginn þykist vera heimskingi,

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.