Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 67

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 67
67 klaufalega ovðaðar og stamandi". Ef einhver yðai skyldi hugsa svo, þá segi jeg þjer það satt, að mörg „stamandi" bæn vekur meiri gleði hjá börnum Guðs, og vafalaust hjá honum sjálfum, en mörg skipulega orðuð og „fáguð“ bæn. e. Bcenin má ekki vera efnislaus. Ætli biðj- andinn að lofa Drottin, verður hann að nefna eitthvað ákveðið, og einkum sje hann að biðja hann, verður hann að nefna hvað hann biður um og þrá sjálfur að fá bænheyrzlu, já búast við að fá hana. Þetta má vitanlega segja um allar bænir einslegar og opinberlegar, því annars eru það ekki bænir held- ur eitthvert vanaskraf eða tilfinninga andvörp. Samt ber sjerstaklega að gæta þess við sambænina að hún sje ákveðin, svo að aðrir geti beðið með. f. Þeir, sem þegja í livert skipti, œttu að Mðja með í hljóði, helzt eðlilega um hið sama og sá, sem er að biðja hátt, en sje það svo einstaklegt að hinum veiti það erfitt, þá ei' að biðja sjálfstæða bæn í hljóði. g. Loks er rjettara að gæta þess að langar þagn- ir verði ekki milli bœnanna, þær trufla og þreyta;til að komast hjá þeim og eins til að lyptast enn nær Guði er gott að syngja eitt vers úr einhverjum sálmi, sem allir kunna, á milli þess, sem 2 eða 3 biðja. — Annað mál er ef menn koma sjer saman um þögula bænastund. Jeg hef af ásettu ráði ekki talað um þá sam

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.