Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 68

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Page 68
68 bæn, sem telja má mjög þýðingarmikla: sambæn við guðsþjónustu safnaðanna, bæði af því að það yrði oflangt mál í þetta sinn að tala greinilega um, hvernig hún er horfin úr fjölda kirkna vorra, og eins af hinu, að það mundi lagast af sjálfu sjer, ef menn vöknuðu til lifandi trúar. Að .eins örfá orð um hana. Það þykir orðið „fínna" í mörgum kirkjum vors lands síðustu árin, að góna út um alla kirkju eða labba fram og aptur á meðan meðhjálparinn les bænina, — sem því miður sumir „lesa“ afarilla, — heldur en að „bæna sig“, enda þýðingarlítið að hafa klút fyrir andlitinu, eins og áður var, sje hugurinn á reyki. Þá munu og fremur fáir biðja með prest- inum, þegai' hann les eða tónar bænir við guðsþjón- ustu, en nokkuð er það prestunum sjálfum að kenna. — Meira um það síðar. — Trúaðir menn eiga vitanlega að gjöra sjer far um að vera samhuga í bæn, ekki að eins við skíi-n, kvöldmáltíð og fermingu, heldur og í hvert skipti, sem farið er með bæn í guðsþjónustunni, og sálma- söngur þeirra á að vera sambæn.--------- Kæri lesari, ef þú þekkir Drottins náð, veizt af eigin reynd, að blóð Krists hreinsar oss af allri synd, þá hlýtur þjer að vera annt um málefni hans og sárna mjög að sjá fjölda manna fara fram hjá uppsprettu iífsins í hugsunarleysi. En þá máttu

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.